Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
LÖGREGLUOFBELDI
27.5.2008 | 13:43
Drengur tekinn hálstaki í verslun (greinilega 10-11) fyrir grun um þjófnað sem hann framdi ekki!
PLEASE LÁTIÐ ÞETTA GANGA!!! Fólk þarf að vita af þessari hegðun lögreglunnar!
Beinn hlekkur: http://www.youtube.com/watch?v=s94LWNcz2zc
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
...Anda inn...anda út...
25.5.2008 | 07:29
Ég er að undirbúa mig andlega undir það heljarinnar verkefni að taka á móti 54 manns núna milli 7:30 og 8:00. Á eftir því tekur við annar hópur; í heildina 75 manns milli 8:00 og 8:30.
Samtals: 129 manns á einum klukkutíma.
Anda inn - anda út.
Já, sumarvaktirnar eru spes. Oftast alveg snarvitlaust að gera á morgnana, svo lognast þetta niður upp úr eitt. Get nú ekki annað en sagt að maður vaknar a.m.k. hressilega (ef maður er ekki kominn í gírinn þá þegar) af að þurfa að díla við þetta magn af fólki. Flestir eru vanalega hressir og kippa sér ekkert of mikið upp við að þurfa að bíða í biðröð (það er nefnilega algengt að fólk VIRÐI BIÐRAÐIR erlendis, annað en sumsstaðar, ahem) og sjá hvorteðer að það er enginn annar á staðnum en ég (í svitakasti vanalega) þannig að þetta gengur nú oftast ágætlega fyrir sig. Verst er að síminn er alltaf á milljón akkúrat þegar ég get ekki tekið hann, svo þegar ég hef nægan tíma þá heyrist ekki múkk í honum! Dæmigert.
Annars, hef þetta stutt í þetta skiptið, skutla inn pistli á eftir...
Njótið sunnudagsins!
- Jóna (anda iiiiiiinnn - anda úúúúúút)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nútímameistari
23.5.2008 | 08:34
Ég er bókstaflega að míga á mig yfir þessum fréttum!!! Var búin að heyra sögusagnir þess efnis að hr. del Toro væri mögulega viðriðinn Hobbit-verkefnið; og nú er þetta staðfest! Ég held að honum sé vel treystandi fyrir svona stóru verkefni sem og söguviðnum sjálfum, þar sem hann hefur skýra sýn á hvað hann vill gera, og hefur greinilega safnað að sér góðu liði fólks sem er á sömu bylgjulengd og hann varðandi kvikmyndagerð (svo er hann líka svo krúttlega Hobbitalegur sjálfur )
Guillermo del Toro leikstýrði síðast meistaraverkinu Pan's Labirynth eðe Laberinto del Fauno, sem var sýnd á kvikmyndahátíð Græna Ljóssins og einnig tekin aftur til sýninga eftir hátíðina. Sú mynd sýnir skýrt fram á færni hans sem kvikmyndagerðamanns, ævintýralega hugsun og skilning á römmum og framvindu. Ég grét á þessari bíómynd, oftar en einu sinni, og skal nú segja ykkur að það gerist alls ekki oft.
Einnig leikstýrði hann hinni mögnuðu draugamynd The Devil's Backbone hér um árið, sem er virkilega skuggaleg og creepy draugamynd, þó þægilega laus við klisjur nútímahryllingsmynda. Engin óþarfa bregðuatriði, heldur frekar stigmögnuð uppbygging á sögu og vönduð framsetning á tímabili í sögu Spánverja. Mæli hiklaust með þessari fyrir þá sem er að fíla gæjann.
Svo hefur hann auðvitað tekið að sér 'mainstream' verkefni, sbr. Hellboy 1 og 2 (kemur í sumar). Hellboy 1 kom mér á óvart, hún var einhvern veginn öðruvísi heldur en þessi fjöldaframleidda þvæla sem fylgir oft þessum FX/CGI-heavy kvikmyndum. Því miður virðist söguþráður oft gleymast þegar framleiddar eru kvikmyndir sem treysta mikið á brögð og brellur, en Guillermo nær að halda sér á teppinu varðandi það og nýtir sér myndasöguformið vel í sköpun sinni á Hellboy á skjá. Ég hlakka til að sjá framhaldið. Einnig leikstýrði hann Blade 2 sem kom nú bara furðulega vel út.
Einnig hefur Guillermo tekið að sér framleiðslu á öðrum kvikmyndum, nýjasta rósin í hnappagatinu þar er dramatíska draugamyndin The Orphanage / El Orfanato; leikstýrt af Juan Antonio Bayona, sem hefur fengið magnaða dóma hjá gagnrýnendum sem og áhorfendum. Ég myndi ekki flokka þá mynd sem hryllingsmynd heldur frekar drauga-drama í anda Sixth Sense og þess háttar kvikmynda. Horfði á hana í gær og fannst hún reyndar heldur slöpp fyrir minn smekk, en varla mark á því að taka þar sem ég er meira fyrir hryllinginn. Hins vegar tekur hún á málum eins og barnsmissi, þunglyndi, geðveilu, andaheiminum og öllu þar á milli. Mæli með að þið kíkið á hana, hún er alls ekki ógeðsleg eða einum of drungaleg.
Svo má líka bæta því við að fyrst að menn eins og Ian McKellen og Viggo Mortensen setja nafn sitt á pappír (þó það sé bráðabirgða), þá má nokkurn veginn ganga út frá því að del Toro sé ekki að fara að slátra verkinu með einhverju rugli. Mortensen er t.d. þekktur fyrir að hafna stórum hlutverkum í 'blockbuster' kvikmyndum og taka frekar að sér minni hlutverk í sjálfstæðum kvikmyndum, hann setur ekki nafn sitt á hvað sem er og kýs frekar að halda sínu listræna 'integrity' heldur en að fá einhverjar milljónir í vasann (eitthvað sem ýmsar Hollywood-stjörnur mættu taka sér til fyrirmyndar, ahem).
Á meðan við erum að ræða um spænska meistara þá verð ég einfaldlega að minnast á nýja uppáhaldið mitt á þeim slóðum, hinn magnaða Jaume Balagueró . Hann leikstýrði síðast hinni ofur-stressandi hryllingsmynd REC, sem er algjörlega tekin upp á handheld-camerur. Ég ætla ekkert of djúpt ofan í söguþráðinn en skal segja að myndin gerist um nótt, í húsi þar sem slökkvilið Barcelona-borgar er kallað út til að slökkva eld í, en þegar á staðinn er komið, er enginn eldur, heldur eitthvað allt annað í gangi. Áður en á löngu líður eru söguhetjurnar komnar í lífshættu, og myndin hættir ekki fyrr en búið er að ganga frá öllum lausum endum. Förum ekkert nánar út í það, en ef þið viljið ALVÖRU HRYLLING þá er þessi pottþétt. Laus við klisjur, scary as hell, og öll á handheld. Bara....tékkið á henni ef þið þorið!
En jæja, þá held ég að ég láti þessu lokið í bili, alltaf gott að dásama spænskumælandi snilld á morgnana.....
Já og PÉ ESS! Guillermo del Toro er (á eftir Hobbitanum) að ganga í að leikstýra At the Mountains of Madness, sem er byggð á sögu H.P. Lovecraft!!! Hversu geggjað verður það að sjá Lovecraft-geðbilunina túlkaða gegn um fagurfræði og innsæi del Toro, ég bið spennt og naga neglurnar kerfisbundið fram að þessum degi!
Aftur í ævintýraheim Tolkiens | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Skelfilegar móðganir og mystískir spádómar
22.5.2008 | 21:42
Held ég byrji þessa færslu á að sýna ykkur þennan link sem ég fékk í pósti í dag; s.s. listi yfir 10 skelfilegustu mógðanirnar á hinum ýmsu tungumálum (ath. Ísland er #4 með móðgun sem ég hef nú reyndar aldrei heyrt en er kannski vinsæl hjá "unglingunum"), þetta eru nú meiri ásakanirnar sem birtast þarna!
10 Most Devastating Insults from around the World
Annars barst mér dáldið undarlegur pési gegn um lúguna um daginn. Ég hafði (bókstaflega) nýlokið við bók sem heitir "End of Days: Armageddon & Prophecies of the Return" eftir Zecharia Sitchin, sem stundar svokallaða "ancient astronomy" eða fornstjarnfræði (veit ekki alveg hvað íslenska orðið er) og rannsóknir á spádómum úr fornum menningum. Hann fjallar í þessari bók sinni um menningu Súmera, Babýlon, Assyriu, og sögu landssvæðanna og menninga í Mið-Austurlöndum og þá sérstaklega í kringum Jerúsalem og þær lendur. Ætla nú ekkert of djúpt í þetta mál þar sem þetta er ekki beint vísindalega sannaðar kenningar heldur frekar hans 'alternative' pælingar um uppruna og stefnu mannkynsins. En a.m.k. farið mikið í spádóma úr hinum og þessum trúarbrögðum, og þá að miklu leiti úr Gamla Testamentinu.
Þannig að ég er dáldið gegnsýrð af þessum málum þessa dagana, sem gæti spilað inn í viðbrögð mín.
Anyway. Ég er á leiðinni út í gærmorgun og rek þar augu í auglýsingapésa sem hefur verið skutlað inn til okkar, sem ber titilinn "Undarlegir tímar - Spádómar Biblíunnar" og býður mér á frítt námskeið í tilgangi þess að útskýra grunnatriði spádóma Biblíunnar og hvetja fólk til að rannsaka þá áfram upp á eigin spýtur. Fyrirlesari er Birgir Óskarson og fyrirlestrar eru níu í heildina. Ég hoppaði hæð mína í heimalingsfötunum og var sannfærð um að þessi bleðlingur væri ætlaður mér og mínum stúdíum (ég tek það fram að ég er að kynna mér þessi rit án trúarlegrar sannfæringar, frekar sem sagnfræðilegar heimildir eða goðsagnir) ..... en svo fékk ég mína eigin fordóma í andlitið.
Pésinn er nefnilega gefinn út af Kirkju Sjöunda dags Aðventista; sem ég verð nú að viðurkenna að ég veit ekki sérlega mikið um. En veit að þetta er off-shoot af kristnitrú, og þeir hafa sínar skoðanir og túlkanir á þessum ritum. Nú er ég í klemmu. Á ég að fara og taka sénsinn á að þetta sé faktíst jarðbundnir fyrirlestrar sem gætu opnað skilning minn á þessum spádómum, eða á ég að gefa skít í þetta á þeim forsendum að þeir geta ekki mögulega verið hlutlausir í sínum skoðunum...?
Mig langar í rauninni frekar mikið að kíkja, ég meina...maður getur þá bara labbað út ef þetta er eitthvað "einum of". Er búin að missa af tveimur nú þegar en næsti er á morgun, og viðfangsefnið er "Er heimsendir góðar eða slæmar fréttir?" Ég er algjör nörd þegar kemur að hvers kyns spádómum og túlkunum/þýðingum þeirra, og finnst hálfpartinn eins og þessi bleðill hafi átt að koma til mín...
Ég spurði stelpuna á efri hæðinni hvort hún hefði fengið svona og hún svaraði því neitandi, sem og nágranni minn á efstu hæðinni...svoldið spúkí alltsaman.
Jú vitiði...ég held ég skelli mér bara á fákinum annað kvöld upp í Suðurhlíð 36 og láti reyna á þetta. Vill einhver memm?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mmm...morgunkaffi.
21.5.2008 | 16:41
(ég veit að það er ekki morgunn núna en látið mig í friði, ég vinn vaktavinnu )
En annars. MIKIÐ er ég fegin að vera komin á sumarvaktirnar. Það er einfaldlega eitthvað sem drepur mig við að vinna 'eðlilega' vinnutíma. Er búin að vera á einhverju furðulegasta vinnuskipulagi í vetur sem ég hef nokkurn tímann upplifað, sem var þó sett up í góðum tilgangi af hálfu vinnuveitanda minna, til að halda okkur báðum (sem deilum vöktunum) í 100% vinnu. Fínt af þeim að gera það, ég segi það ekki. En á móti kom að inni á milli komu alltaf períodur þar sem maður vann 6-8 tíma á dag í 7 daga, fékk svo einn dag í frí, vann svo 6-8 tíma á dag í 4 daga, svo eina helgi frí, svo hófst dæmið aftur. Þetta er eins og að lýsa stærðfræðiverkefni fyrir fólki. Og mín náttúrulega valdi sér það hlutskipti að vinna seinnipart dagsins, eða 11-1, sem olli því að ég einfaldlega svaf vanalega til a.m.k. 10, dröslaði mér svo í vinnuna, hékk þar til 6-7, og hundskaðist svo heim. Þarna var allur dagurinn alltaf farinn í annaðhvort vinnu eða svefn (þar sem mér finnst bara rugl að vakna snemma á morgnana nema einhver sé að fara að borga mér fyrir það...) og lítið varð úr þessum fáu frídögum þarna inná milli. Nú þegar ég les þessa málsgrein þá sé ég að þetta er engan veginn 'eðlilegur vinnutími'.
EN ENNÍVEI. Sumarvaktir rúla. Nú vakna ég á mínum vinnudögum kl. 6, stekk í sturtu, fæ mér smá morgunmat (kaffi+sígó) og knúsa kettina aðeins áður en ég stekk af stað í vinnuna á nýja magnaða hjólinu mínu (codename: Bycle J. Fox) . Þá get ég brunað Grettisgötuna heila og verið komin á minn vinnustað rétt fyrir sjö (þegar vaktin hefst). Svo hangi ég þar til 7 um kvöldið, og þeysist svo heim í holuna mína. Svona gengur þetta í tvo daga, svo tvo daga frí, svo unnið aðra hverja helgi (týpískar 'kokkavaktir'). Þannig er ég alltaf í garanteruðu fríi annað hvort 2 eða 5 daga vikunnar, og nýt þess að hafa 3ja daga helgar tvisvar í mánuði til að hangsa og þvælast. Bara yndislegt.
Það er líka eitthvað svo brilliant við að hjóla um borgina svona snemma að morgni. Það eru vanalega fáir ef einhverjir bílar á ferð, fyrir utan kannski sorphirðuna. Einstaka sinnum sér maður morgunfúla bæjarbúa með stírur í augum á baðsloppinum úti með hundana sína, sem sniffa í óðaönn eftir pissustaðnum sínum á meðan eigendur þeirra sofna aftur standandi á miðri götu...
...Aðrir hjólreiðamenn skutlast framhjá, og maður horfir alltaf aðeins í áttina til þeirra með svona Clint Eastwood augnráði sem segir "Ég veit....við erum kúl" og svo er mómentið farið. Ég Á göturnar á morgnunum mínum, og drottna yfir gangstéttunum á sama tíma. Mögnuð tilfinning. Svo er alltaf svona sérstakt 'morgunveður'...það er ennþá kuldi í loftinu eftir þessa stuttu nótt, og einhver svona... "crispy" eiginleiki yfir öllu. Svo hlýnar smátt og smátt með morgninum og oft um kl. 9 erum við búin að opna alla glugga á kontórnum sem og hurðina, og skella báðum viftum í gang (gluggarnir snúa allir í austur) ... Kannski bara spursmál um að fjárfesta í garðhúsgögnum svo við getum setið fyrir utan innganginn og fengið okkur morgunkaffi 'al fresco' ....
Vá hvað þessi málsgrein fór út í ekki neitt. Þið bara verðið að afsaka, ég á það til að renna út í svokallaðan "stream of consciousness"-rithátt, þ.e. ég bara bauna út því sem er að skutlast um í heilanum á mér án þess að virða hinn innri edit-takka viðlits. Og '...' er í miklu uppáhaldi. En ég reyni þó eftir bestu getu að a.m.k. bera virðingu fyrir stafsetningu og málsgreinum, þó þær séu kannski rýrar af málefnalegu innihaldi.
En aftur að frídeginum. Nú sit ég hérna í sófanum mínum með 2 skjái operational, og blogga á sjónvarpsskjáinn, en MSN-a á hinum. Ó þú magnaða tækni. Þráðlaust lyklaborð, bara snilld.
Einnig tók ég þá afdrifaríku ákvörðun þegar við fluttum hingað að segja skilið við bæði Windows og sjónvarpsgláp. Með 'sjónvarpsglápi' þá á ég við gláp á sjónvarpsstöðvar eins og Stöð 1 og Skjáeinn, hvað sem þetta allt heitir. Hafði verið farin að taka eftir því hvað ég horfði á mikið af bókstaflega DRASLI á þessum stöðvum, og oft bara vegna sjálfskapaðrar leti eða þreytu. Horfði á einhvern retarded dramaþátt á S1 bara af því að ég nennti ekki að drullast til að finna eða gera eitthvað annað. Var ekki alveg að fíla þessa framþróun, og þegar við komumst að því að loftnetsplöggið hér er ekki í sama herbergi og við ákváðum að hafa skjáinn, þá gáfum við bara skít í þetta. Og viti menn.....
.....Ég sakna þess ekki neitt. Man varla einu sinni eftir því hvað var á dagskrá eða hvenær eða að þetta væri yfir höfuð í gangi. Það tók svona viku að losa mig algjörlega undan kerfisbundinni drasl-dagskrá og færa mig yfir í heim sjálfs-stýrðrar skemmtunar. Nú ræð ÉG hvað ég horfi á, og hvenær.
Ég viðurkenni það fúslega að ég nýti mér torrent-skráaskipti, og sé í raun ekkert að því einsog ég nýti mér það. Vil stundum kalla mína notkun á þessu DVD = Download - View - Delete. Sumsé, næ í efnið, horfi á það, eyði því. Sama þó það sé gott eða slæmt. Ef ég hef virkilega gaman af efninu þá kaupi ég mér það á besta mögulega formati sem ég get. En ég geymi það ekki á disknum mínum (a.m.k. ekki lengi). Bæði þar sem ég vil hlífa harðadisknum frá ofnotkun, og þar sem ég nenni einfaldlega ekkert alltaf að horfa á suma hluti oftar en einu sinni. Ég er laus við auglýsingar og get horft eða hlustað á efnið á mínum tíma, undir mínum skilmálum, ekki einhverra auglýsingarisafyrirtækja. Hef líka náð að kynnast svo ótrúlega mikið af efni sem maður einfaldlega kemst ekki í kontakt við hér á okkar farsælda Fróni, einsog tónlist sem á ekki upp á pallborðið hér og finnst ekki í búðum, sjálfstæðar kvikmyndir og hemildamyndir sem birtast einungis á kvikmyndahátíðum (kannski) hérlendis einu sinni á ári, bókum og þáttum sem við höfum ekki aðgang að. Að maður minnist nú ekki á það fargan af efni sem er DREIFT LÖGLEGA með leyfi höfunda/r! Margir upprennandi listamenn kjósa að setja efnið sitt sjálfir á netið og bjóða niðurhal til að koma sér á framfæri í heimi sem er stjórnað af nokkrum risum sem vita hvað 'selur' og drulla á allt annað!
Æ sorry. Mér verður stundum svo heitt í hamsi þegar þessi mál eru við hendi.
Ég er að hlusta á frábæra rokkútvarpsstöð í gegnum www.live365.com, sem heitir Tundra Trash Radio og spilar stonerrokk/málm, heavy metal og alls konar psychedelic/experimental hart rokk. Þessari stöð er haldið úti af stelpu sem heitir Beth og sendir út frá Kenai skaga í Alaska. HÚN RÚLAR. Rásin er opin öllum, þarft ekkert að borga, en ef þú kýst að kaupa aðgang að live365.com þá getur þú hlustað án allra auglýsinga (koma stutt brot á ca 40mín fresti eða svo og einnig promo frá listamönnum). Man ekki alveg hvað ég borgaði fyrir eitt ár af VIP aðgangi (ekki meira en 4000kall, ca sama og árgjaldið á helv. kortinu) og það hefur svo sannarlega borgað sig! Fjöldinn af útvarpsrásum þarna er geigvænlegur, og úr ótrúlega miklu að velja. Get alltaf fundið eitthvað til að undirstrika skap dagsins þarna inni. Þó er nú Tundra Trash í miklu uppáhaldi, og t.d. í gegn um þessa rás hef ég uppgötvað gnægð hljómsveita sem ég hefði hugsanlega ekki komist nálægt nema að eyða tugum eða hundruðum þúsunda í geisladiska (sem er dauð tækni ofan á allt)...
Ég fagna öllu svona, og hika ekki við að styðja við bakið á því með að greiða árs-aðgang eða sponsora fólk beint gegnum paypal eða álíka. Bara klippa út þessa Senu og Smáís plebbakónga og kaupa beint af fólkinu sjálfu.
Jæja ég er að fara út á hálar brautir hér. Ætti líklegast bara að enda þetta hér áður en allir treila í burtu vegna tl;dr-syndróms.
Njótið miðvikudagsins, hvar sem þið eruð...
smelli þessari fögru mynd hér með þar sem Michael J. Fox er mér hátt í huga þessa dagana þar sem fagri fákurinn (ahemm hjólið) gengur undir nafninu Bycle J. Fox, ætli þeir séu skyldir...? Ég er eitthvað steikt í dag, ég segi ykkur það...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)