Mmm...morgunkaffi.

(ég veit að það er ekki morgunn núna en látið mig í friði, ég vinn vaktavinnu Tounge )

 En annars.  MIKIÐ er ég fegin að vera komin á sumarvaktirnar.  Það er einfaldlega eitthvað sem drepur mig við að vinna 'eðlilega' vinnutíma.  Er búin að vera á einhverju furðulegasta vinnuskipulagi í vetur sem ég hef nokkurn tímann upplifað, sem var þó sett up í góðum tilgangi af hálfu vinnuveitanda minna, til að halda okkur báðum (sem deilum vöktunum) í 100% vinnu.  Fínt af þeim að gera það, ég segi það ekki.  En á móti kom að inni á milli komu alltaf períodur þar sem maður vann 6-8 tíma á dag í 7 daga, fékk svo einn dag í frí, vann svo 6-8 tíma á dag í 4 daga, svo eina helgi frí, svo hófst dæmið aftur.  Þetta er eins og að lýsa stærðfræðiverkefni fyrir fólki.  Og mín náttúrulega valdi sér það hlutskipti að vinna seinnipart dagsins, eða 11-1, sem olli því að ég einfaldlega svaf vanalega til a.m.k. 10, dröslaði mér svo í vinnuna, hékk þar til 6-7, og hundskaðist svo heim.  Þarna var allur dagurinn alltaf farinn í annaðhvort vinnu eða svefn (þar sem mér finnst bara rugl að vakna snemma á morgnana nema einhver sé að fara að borga mér fyrir það...)  og lítið varð úr þessum fáu frídögum þarna inná milli.  Nú þegar ég les þessa málsgrein þá sé ég að þetta er engan veginn 'eðlilegur vinnutími'.  

EN ENNÍVEI. Sumarvaktir rúla.  Nú vakna ég á mínum vinnudögum kl. 6, stekk í sturtu, fæ mér smá morgunmat (kaffi+sígó) og knúsa kettina aðeins áður en ég stekk af stað í vinnuna á nýja magnaða hjólinu mínu (codename: Bycle J. Fox) .  Þá get ég brunað Grettisgötuna heila og verið komin á minn vinnustað rétt fyrir sjö (þegar vaktin hefst).  Svo hangi ég þar til 7 um kvöldið, og þeysist svo heim í holuna mína.   Svona gengur þetta í tvo daga, svo tvo daga frí, svo unnið aðra hverja helgi (týpískar 'kokkavaktir').  Þannig er ég alltaf í garanteruðu fríi annað hvort 2 eða 5 daga vikunnar, og nýt þess að hafa 3ja daga helgar tvisvar í mánuði til að hangsa og þvælast.   Bara yndislegt.

Það er líka eitthvað svo brilliant við að hjóla um borgina svona snemma að morgni.  Það eru vanalega fáir ef einhverjir bílar á ferð, fyrir utan kannski sorphirðuna.  Einstaka sinnum sér maður morgunfúla bæjarbúa með stírur í augum á baðsloppinum úti með hundana sína, sem sniffa í óðaönn eftir pissustaðnum sínum á meðan eigendur þeirra sofna aftur standandi á miðri götu...
...Aðrir hjólreiðamenn skutlast framhjá, og maður horfir alltaf aðeins í áttina til þeirra með svona Clint Eastwood augnráði sem segir "Ég veit....við erum kúl" og svo er mómentið farið.  Ég Á  göturnar á morgnunum mínum, og drottna yfir gangstéttunum á sama tíma.  Mögnuð tilfinning.  Svo er alltaf svona sérstakt 'morgunveður'...það er ennþá kuldi í loftinu eftir þessa stuttu nótt, og einhver svona... "crispy" eiginleiki yfir öllu.  Svo hlýnar smátt og smátt með morgninum og oft um kl. 9 erum við búin að opna alla glugga á kontórnum sem og hurðina, og skella báðum viftum í gang (gluggarnir snúa allir í austur) ...  Kannski bara spursmál um að fjárfesta í garðhúsgögnum svo við getum setið fyrir utan innganginn og fengið okkur morgunkaffi 'al fresco' ....

Vá hvað þessi málsgrein fór út í ekki neitt.   Þið bara verðið að afsaka, ég á það til að renna út í svokallaðan "stream of consciousness"-rithátt, þ.e. ég bara bauna út því sem er að skutlast um í heilanum á mér án þess að virða hinn innri edit-takka viðlits.  Og '...' er í miklu uppáhaldi.  En ég reyni þó eftir bestu getu að a.m.k. bera virðingu fyrir stafsetningu og málsgreinum, þó þær séu kannski rýrar af málefnalegu innihaldi.

En aftur að frídeginum.  Nú sit ég hérna í sófanum mínum með 2 skjái operational, og blogga á sjónvarpsskjáinn, en MSN-a á hinum.   Ó þú magnaða tækni.  Þráðlaust lyklaborð, bara snilld. 
Einnig tók ég þá afdrifaríku ákvörðun þegar við fluttum hingað að segja skilið við bæði Windows og sjónvarpsgláp.  Með 'sjónvarpsglápi' þá á ég við gláp á sjónvarpsstöðvar eins og Stöð 1 og Skjáeinn, hvað sem þetta allt heitir.  Hafði verið farin að taka eftir því hvað ég horfði á mikið af bókstaflega DRASLI á þessum stöðvum, og oft bara vegna sjálfskapaðrar leti eða þreytu.  Horfði á einhvern retarded dramaþátt á S1 bara af því að ég nennti ekki að  drullast til að finna eða gera eitthvað annað.  Var ekki alveg að fíla þessa framþróun, og þegar við komumst að því að loftnetsplöggið hér er ekki í sama herbergi og við ákváðum að hafa skjáinn, þá gáfum við bara skít í þetta.  Og viti menn.....
.....Ég sakna þess ekki neitt.  Man varla einu sinni eftir því hvað var á dagskrá eða hvenær eða að þetta væri yfir höfuð í gangi.  Það tók svona viku að losa mig algjörlega undan kerfisbundinni drasl-dagskrá og færa mig yfir í heim sjálfs-stýrðrar skemmtunar.  Nú ræð ÉG hvað ég horfi á, og hvenær.
Ég viðurkenni það fúslega að ég nýti mér torrent-skráaskipti, og sé í raun ekkert að því einsog ég nýti mér það.  Vil stundum kalla mína notkun á þessu DVD = Download - View - Delete.  Sumsé, næ í efnið, horfi á það, eyði því.  Sama þó það sé gott eða slæmt.  Ef ég hef virkilega gaman af efninu þá kaupi ég mér það á besta mögulega formati sem ég get.  En ég geymi það ekki á disknum mínum (a.m.k. ekki lengi).  Bæði þar sem ég vil hlífa harðadisknum frá ofnotkun, og þar sem ég nenni einfaldlega ekkert alltaf að horfa á suma hluti oftar en einu sinni.  Ég er laus við auglýsingar og get horft eða hlustað á efnið á mínum tíma, undir mínum skilmálum, ekki einhverra auglýsingarisafyrirtækja.    Hef líka náð að kynnast svo ótrúlega mikið af efni sem maður einfaldlega kemst ekki í kontakt við hér á okkar farsælda Fróni, einsog tónlist sem á ekki upp á pallborðið hér og finnst ekki í búðum, sjálfstæðar kvikmyndir og hemildamyndir sem birtast einungis á kvikmyndahátíðum (kannski) hérlendis einu sinni á ári, bókum og þáttum sem við höfum ekki aðgang að.  Að maður minnist nú ekki á það fargan af efni sem er DREIFT LÖGLEGA með leyfi höfunda/r!  Margir upprennandi listamenn kjósa að setja efnið sitt sjálfir á netið og bjóða niðurhal til að koma sér á framfæri í heimi sem er stjórnað af nokkrum risum sem vita hvað 'selur' og drulla á allt annað!

Æ sorry. Mér verður stundum svo heitt í hamsi þegar þessi mál eru við hendi.  

Ég er að hlusta á frábæra rokkútvarpsstöð í gegnum www.live365.com, sem heitir Tundra Trash Radio og spilar stonerrokk/málm, heavy metal og alls konar psychedelic/experimental hart rokk.  Þessari stöð er haldið úti af stelpu sem heitir Beth og sendir út frá Kenai skaga í Alaska.  HÚN RÚLAR.  Rásin er opin öllum, þarft ekkert að borga, en ef þú kýst að kaupa aðgang að live365.com þá getur þú hlustað án allra auglýsinga (koma stutt brot á ca 40mín fresti eða svo og einnig promo frá listamönnum).  Man ekki alveg hvað ég borgaði fyrir eitt ár af VIP aðgangi (ekki meira en 4000kall, ca sama og árgjaldið á helv. kortinu) og það hefur svo sannarlega borgað sig!  Fjöldinn af útvarpsrásum þarna er geigvænlegur, og úr ótrúlega miklu að velja.  Get alltaf fundið eitthvað til að undirstrika skap dagsins þarna inni.  Þó er nú Tundra Trash í miklu uppáhaldi, og t.d. í gegn um þessa rás hef ég uppgötvað gnægð hljómsveita sem ég hefði hugsanlega ekki komist nálægt nema að eyða tugum eða hundruðum þúsunda í geisladiska (sem er dauð tækni ofan á allt)...
Ég fagna öllu svona, og hika ekki við að styðja við bakið á því með að greiða árs-aðgang eða sponsora fólk beint gegnum paypal eða álíka.  Bara klippa út þessa Senu og Smáís plebbakónga og kaupa beint af fólkinu sjálfu.

 Jæja ég er að fara út á hálar brautir hér.  Ætti líklegast bara að enda þetta hér áður en allir treila í burtu vegna tl;dr-syndróms.

Njótið miðvikudagsins, hvar sem þið eruð...

 

mcfly

 

smelli þessari fögru mynd hér með þar sem Michael J. Fox er mér hátt í huga þessa dagana þar sem fagri fákurinn (ahemm hjólið) gengur undir nafninu Bycle J. Fox, ætli þeir séu skyldir...? Ég er eitthvað steikt í dag, ég segi ykkur það...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

gaman að þú skulir loksins blogga, þú verður svo að kíkja á nýja bloggið mittt:

http://halkatla.wordpress.com 

halkatla, 21.5.2008 kl. 16:54

2 Smámynd: kiza

Hay görl. Jú, sá tilkynninguna frá þér um daginn, mun líta við reglulega ;)

Þarf maður að vera skráður þar til að kommenta?

kiza, 21.5.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko mér finnst frábært að þú sér komin aftur.  Hélt að þú værir flúin úr landi.  Segi svona.

Kveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2008 kl. 22:21

4 identicon

Það er svalt að hjóla. Kanski að maður taki upp á því svona í tilefni sumarsins.

En mikið er ég sammála þér með þetta sjónvarps drasl og dvd. 

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 02:49

5 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

já við erum á sama báti hvað sjónvarpið varðar... fæ allar mínar fréttir af internetinu (nema ég er í vinnum erhm) og stjórna minni dagskrá harðri hendi eins og þú líklega veist ehemm... anywhoo meira af svona hversdagslýsingum hjá þér... fann mig alveg í þessum lýsingum þínum...

 btw... 9 DAGAR Í VENTURE BROS!!!!!!!!!!!!!

Davíð S. Sigurðsson, 22.5.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband