Skelfilegar móðganir og mystískir spádómar

Held ég byrji þessa færslu á að sýna ykkur þennan link sem ég fékk í pósti í dag; s.s. listi yfir 10 skelfilegustu mógðanirnar á hinum ýmsu tungumálum (ath. Ísland er #4 með móðgun sem ég hef nú reyndar aldrei heyrt en er kannski vinsæl hjá "unglingunum"), þetta eru nú meiri ásakanirnar sem birtast þarna!   LoL

10 Most Devastating Insults from around the World

 

Annars barst mér dáldið undarlegur pési gegn um lúguna um daginn.  Ég hafði (bókstaflega) nýlokið við bók sem heitir "End of Days: Armageddon & Prophecies of the Return" eftir Zecharia Sitchin, sem stundar svokallaða "ancient astronomy" eða fornstjarnfræði (veit ekki alveg hvað íslenska orðið er) og rannsóknir á spádómum úr fornum menningum.  Hann fjallar í þessari bók sinni um menningu Súmera, Babýlon, Assyriu, og sögu landssvæðanna og menninga í Mið-Austurlöndum og þá sérstaklega í kringum Jerúsalem og þær lendur.  Ætla nú ekkert of djúpt í þetta mál þar sem þetta er ekki beint vísindalega sannaðar kenningar heldur frekar hans 'alternative' pælingar um uppruna og stefnu mannkynsins.  En a.m.k. farið mikið í spádóma úr hinum og þessum trúarbrögðum, og þá að miklu leiti úr Gamla Testamentinu.

Þannig að ég er dáldið gegnsýrð af þessum málum þessa dagana, sem gæti spilað inn í viðbrögð mín.  

Anyway.  Ég er á leiðinni út í gærmorgun og rek þar augu í auglýsingapésa sem hefur verið skutlað inn til okkar, sem ber titilinn "Undarlegir tímar - Spádómar Biblíunnar" og býður mér á frítt námskeið í tilgangi þess að útskýra grunnatriði spádóma Biblíunnar og hvetja fólk til að rannsaka þá áfram upp á eigin spýtur.   Fyrirlesari er Birgir Óskarson og fyrirlestrar eru níu í heildina.  Ég hoppaði hæð mína í heimalingsfötunum og var sannfærð um að þessi bleðlingur væri ætlaður mér og mínum stúdíum (ég tek það fram að ég er að kynna mér þessi rit án trúarlegrar sannfæringar, frekar sem sagnfræðilegar heimildir eða goðsagnir) ..... en svo fékk ég mína eigin fordóma í andlitið.

Pésinn er nefnilega gefinn út af Kirkju Sjöunda dags Aðventista; sem ég verð nú að viðurkenna að ég veit ekki sérlega mikið um.  En veit að þetta er off-shoot af kristnitrú, og þeir hafa sínar skoðanir og túlkanir á þessum ritum.  Nú er ég í klemmu.  Á ég að fara og taka sénsinn á að þetta sé faktíst jarðbundnir fyrirlestrar sem gætu opnað skilning minn á þessum spádómum, eða á ég að gefa skít í þetta á þeim forsendum að þeir geta ekki mögulega verið hlutlausir í sínum skoðunum...?

Mig langar í rauninni frekar mikið að kíkja, ég meina...maður getur þá bara labbað út ef þetta er eitthvað "einum of".  Er búin að missa af tveimur nú þegar en næsti er á morgun, og viðfangsefnið er "Er heimsendir góðar eða slæmar fréttir?" Ég er algjör nörd þegar kemur að hvers kyns spádómum og túlkunum/þýðingum þeirra, og finnst hálfpartinn eins og þessi bleðill hafi átt að koma til mín...

Ég spurði stelpuna á efri hæðinni hvort hún hefði fengið svona og hún svaraði því neitandi, sem og nágranni minn á efstu hæðinni...svoldið spúkí alltsaman.

 

Jú vitiði...ég held ég skelli mér bara á fákinum annað kvöld upp í Suðurhlíð 36 og láti reyna á þetta.  Vill einhver memm?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þú lest svo æðislegar bækur!

og ég segi farðu og kíktu á fyrirlesturinn, þú færð ábyggilega fullt af fróðleik og sennilega er ekki verið að reyna að frelsa fólk (annars væri það bara ákveðin reynsla líka) 

svona gerast hlutirnir, einn daginn er maður að spá í einhverju þvílíkt skrítnu og næsta dag fær maður póstsendingu um það! kannast sko við þetta

snilldarfærsla! 

halkatla, 22.5.2008 kl. 21:47

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guð veri með þér, ekki veitir af.  Segi svona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Haraldur Davíðsson

emmmm....nei takk.

Haraldur Davíðsson, 23.5.2008 kl. 00:31

4 Smámynd: kiza

Hehehe þakka góðar athugasemdir hér.  Ég var aðallega að stressast yfir því að vinkillinn á þessum fyrirlestrum yrði eitthvað fanatískur, en ég held að það séu of miklir fordómar í mér að tékka ekki einu sinni á þessu áður en ég byrja með hamarinn að dæma fram og til baka  ;)

Hef svosem ekkert betra að gera á föstudagskvöldi þegar vinnuhelgin er, örugglega bara ágætt að halda sig á Biblíuspádómanámskeiði svo maður sogist ekki út í einhverja vitleysu ;) 

kiza, 23.5.2008 kl. 08:37

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

"Heimsendir - góðar eða slæmar fréttir?" -- þetta kalla ég góða spurningu!

Vésteinn Valgarðsson, 24.5.2008 kl. 02:57

6 Smámynd: kiza

Sæl Guðrún og takk fyrir kommentið og vinahót   Ég er bara því miður búin að vera svo lömuð eftir vinnudagana á nýju vaktinni að ég kemst varla upp úr sófanum eftir kl.8    Þarf að fara að hakka í mig ginseng eða eitthvað álíka.

kiza, 24.5.2008 kl. 17:13

7 identicon

Alltaf gaman af því að læra um skoðanir manna á spádómunum. Ein af mínum uppáhaldsbókum er Þjófur að nóttu sem skoðar ýmsa Biblíu spádóma, þá sérstaklega úr Daníelsbók, og setur þá í samhengi við bahá'í trúna. En ég er náttúrulega bahá'íi þannig að það er kannski ekki að marka :P

Ef þú hefur áhuga á öðruvísi nálgunum á spádómana en þessa mainstream þá mæli ég með henni.

Bestu kveðjur,
Jakob

. (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 17:35

8 Smámynd: kiza

Þakka kærlega fyrir það, Jakob.  Alltaf gaman að lesa nýjar bækur, hef einmitt verið að lesa dáldið um Bahá'í trúnna og þeirra "stefnuskrá" :)

kiza, 2.6.2008 kl. 11:27

9 identicon

gaman að heyra það. Manni finnst oft eins og fæstir viti hvað bahá'í trúin er Hvað ertu þá að lesa?

. (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband