Innrás í múslimaland!!!
23.4.2008 | 14:36
Virkar alltaf að hafa 'catchy' fyrirsögn ;)
Annars erum við (þ.e.a.s. ég og þýska stálið) að undirbúa okkur andlega og líkamlega undir kvöldflug til Marrakech, ásamt samstarfsfélögum hans í Disneylandi, a.k.a. CCP ;) Þannig er mál með vexti að fyrirtækið er að halda nokkurs konar árshátíð, eða eins og þau kalla það "quasi annual funtrip", þar sem allir starfsmenn frá Íslandi, Atlanta og Kína hittast í Marokkó í nokkra daga til að slappa af, sleikja sólina og prútta frá sér vitið. Hann borgar ekkert (nema jú nokkra þið-sund-kalla í staffasjóð mánaðarlega) og ég borga 50þús. fyrir allan pakkann (flug, hótel, morgunmatur, gala-dinner).
Ég er bókstaflega að snappa yfir þessu! Ég á það nefnilega til að 'gleyma' því að ég sé að fara erlendis (skiptir ekki máli hvert) þangað til nákvæmlega þann dag sem brottför er heitið, og fæ þá nett taugaáfall með tilheyrandi stressi. Það virðist einsog hlutirnir sökkvi ekki inn í mig fyrr en ég er a.m.k. komin út á Keflavíkurvöll, og þá spænist ég öll upp
Þetta verður mitt fyrsta skipti í annari heimsálfu, og ég býst við að fá nett menningarsjokk. Einnig er veðurspáin (skv. BBC) einhvern veginn í þá átt að hiti á daginn er u.þ.b. 36°C og á kvöldin 16°C. Sólskin og heiðskírt allan tímann, fín tilbreyting frá grámyglunni hér á bæ. Við skráðum okkur í einn túr, sem er hestvagns-ferð um "Gardens of Marrakech", allt voða rómó. Svo er bara planið að versla smá á mörkuðunum, og eyða svo restinni í týpískum letifíling við laugina.
Ég veit að ég hljóma einsog algjör njet-kulturni, en við nennum einfaldlega ekki að vera að sperra okkur út um allt, þessi ferð á að snúast um afslöppun, rólegar gönguferðir, góðan mat, góðan félagsskap og tryllt kynlíf á hótelherberginu
Og talandi um hótelherbergið...
Og að maður tali nú ekki um laugina...
Tíhíhí ég er að missa mig núna!!! Reyndar er ýmislegt sem maður þarf að hafa í huga þegar maður heldur til fjarlægra menningarheima, eins og t.d. klæðnaður á almannafæri, almenn hegðun og forvarnir. Ég held t.d. að ég sé ekki á leiðinni neitt út án mannsins míns. Eins hallærislegt og það kannski hljómar, þá ætla ég ekki að taka neina sjensa í þessari ferð. Ég hef ekki miklar mætur á trúarlegum rótum eða menningarlegum 'hefðum', but one has to play nice if one wants to bathe in the pool of patriarchy ;)
Og sérstaklega þar sem veðurspáin er einsog hún er, þá er ég nokkuð viss um að ég nenni ekki að hanga í víðum buxum og síðerma bolum allan liðlangan daginn. Er fáránlega fegin því að hótelið er með "european atmosphere" , semsagt, bikinis are allowed! :D
Svo verður gala-dinnerinn haldinn á einhverjum prívat stað, þannig að okkur skvísunum var sagt að hafa ekki áhyggjur af berum handleggjum/fótleggjum, takk fyrir það já. Ætla að nýta tækifærið og vera í rauða kjólnum sem ég var í þegar ég og þýska stálið kynntumst á dansgólfinu á Organ, á hrekkjavökukvöldinu síðasta. Hinsvegar held ég að ég sleppi restinni af þeim búningi, sem samanstóð af ótrúlegu magni af heimatilbúnu gerviblóði og sárabindum, hehe ;) Fyndið að finna ástina þegar maður er tæknilega 'dauður' , eða a.m.k. 'un-dead', með blóð útum allt og bauga niður á hné ;) 6 mánuðir komnir a.m.k., flott hjá okkur !
Get a.m.k. ekki annað en elskað út af lífinu gæjann sem gekk á eftir mér, reyndi við og dansaði við mig allt kvöldið (án þess þó að heimta að koma memm heim) meðan ég (á hægri hlið) var svona útlítandi:
Og nota bene þetta er tekið ÁÐUR en við fórum út og fengum okkur í þónokkur glös og svitnuðum einsog svín á dansgólfum borgarinnar. Man, I love Halloween.
Vá, heldur löng færsla í þetta skipti. Ég get ekki mögulega nennt að blogga um hitamál þjóðfélagsins einsog hann Skúla bloggpíslarvott, mótmæli atvinnubílstjóra eða hvort Guð sé til.
LÍFIÐ ER EINFALDLEGA OF SKEMMTILEGT TIL AÐ NENNA AÐ VELTA SÉR UPPÚR ÞVÍ AKKÚRAT NÚNA!
Njótið síðasta vetrardags og fyrsta sumardags, og munið að á morgun er líka Dagur Ferðalangsins!!! Fullt hægt að gera og sjá, kíkið bara á Dagskrá Ferðalangs (það má finna enska útgáfu í nýja Grapevine blaðinu!)
***ninja***
Athugasemdir
Troddu nú Leðurhomma-Gimpinu í töskuna...
mí vonna góóóóóóó......
Sódomast á sundlaugarkantinum og vesen... Dreg athyglina frá þér meðan þú getur subbast á ókristilegann hátt hingað og þangað um allar lendur...
Bara Steini, 23.4.2008 kl. 14:58
pant vera fulli leiðlegi íslendingurinn sem klípur í rassinn á öllu þjónustufólkinu!
Davíð S. Sigurðsson, 23.4.2008 kl. 15:06
Hehehe þú getur haft mig í bandi og sigað á alla sætu þjónana...
Bara Steini, 23.4.2008 kl. 15:10
LOL, með ykkur tvo í sippubandinu sem mitt personal 'entourage'.
Think we'd be stoned to death in about 5 seconds....and not in the enjoyable way. Ouch.
Svo á maður víst að passa sig heví mikið á að falla ekki fyrir einhverjum götusölum sem rövla "hashish, hashish?" því ef þú tekur því þá áttu svona 50% líkur á því að lenda í marokkósku fangelsi á la Midnight Express. *hrollur* Nei takk.
kiza, 23.4.2008 kl. 15:17
Whhhoooo þú áttir ekki að segja þetta... 'eg er svo sem til eina midnight express ferð... bara svona til að vikka sjóndeildarhringinn uummhhuummm.....
Bara Steini, 23.4.2008 kl. 15:19
Takk fyrir vinaboðið:) Skemmtileg færsla.
Aron Björn Kristinsson, 23.4.2008 kl. 15:30
Steini já, gætum kannski lært einhver ný sadó-masó-trikk! ;)
kiza, 23.4.2008 kl. 17:20
Ég held frekar að við gætum kennt þeim eitthvað nýtt
Bara Steini, 23.4.2008 kl. 17:26
Steini við skellum okkur bara í svörtustu austurlöndin, látum drauminn rætast og tökum eitt stk snuff mynd fyrst að jóna skammast sín svona fyrir okkur
Davíð S. Sigurðsson, 23.4.2008 kl. 21:48
Gleðilegt sumar og skemmtu þér vel á sundlaugarbarminum
Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:26
Góða ferð og skemmtun, ég öfunda þig ekkert smá...
Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 02:34
Úff, hvað þetta hljómar hryllilega spennandi hjá ykkur turtildúfunum... en ég fann líka svona gæðastál á gamals aldri.. ;) takk fyrir innlitið og flott komment xx
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.5.2008 kl. 15:32
góða skemmtun :-)
Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:39
Vá, glæsilegt hótel sýnist mér! Ég fer út í enda sumars og hlakka auðvitað mikið til, enda stoppa ég í minnst tvo mánuði þar og ferðast slatta. Frábært að geta brotið lífið upp svona og notið sólar or hita í öðruvísi menningarheimi. Knús á ykkur og njótið nú vel...
Tiger, 7.5.2008 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.