...Anda inn...anda út...

Ég er að undirbúa mig andlega undir það heljarinnar verkefni að taka á móti 54 manns núna milli 7:30 og 8:00.  Á eftir því tekur við annar hópur; í heildina 75 manns milli 8:00 og 8:30.

Samtals: 129 manns á einum klukkutíma.

Anda inn - anda út.

 

Já, sumarvaktirnar eru spes.  Oftast alveg snarvitlaust að gera á morgnana, svo lognast þetta niður upp úr eitt.  Get nú ekki annað en sagt að maður vaknar a.m.k. hressilega (ef maður er ekki kominn í gírinn þá þegar) af að þurfa að díla við þetta magn af fólki.  Flestir eru vanalega hressir og kippa sér ekkert of mikið upp við að þurfa að bíða í biðröð (það er nefnilega algengt að fólk VIRÐI BIÐRAÐIR erlendis, annað en sumsstaðar, ahem) og sjá hvorteðer að það er enginn annar á staðnum en ég (í svitakasti vanalega) þannig að þetta gengur nú oftast ágætlega fyrir sig.  Verst er að síminn er alltaf á milljón akkúrat þegar ég get ekki tekið hann, svo þegar ég hef nægan tíma þá heyrist ekki múkk í honum!  Dæmigert.

Annars, hef þetta stutt í þetta skiptið, skutla inn pistli á eftir...

Njótið sunnudagsins!

- Jóna (anda iiiiiiinnn - anda úúúúúút) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Jamm, sumarið er tíminn.. Um að gera að gleyma ekki að anda - bæði inn og út. Knús á þig skottið mitt ...

Tiger, 25.5.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: kiza

Tiger og taka svo bara Kegel æfingarnar á milli ef maður verður eitthvað stressaður, það er mjög róandi 

kiza, 25.5.2008 kl. 19:10

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Halda áfram að anda bæði út og inn, til hliðar og upp.  Allt í þágu taugakerfisins.

Njóttu mánudagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband