Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ómarktækar umræður

Í augnablikinu á sér stað heit umræða um fóstureyðingar (innan "Mest lesið") .  Ég mæli með því að fólk haldi sér frá þessari umræðu þar sem kommentum er reglulega eytt þar þó þau séu málefnaleg og eigi fullan rétt á sér, vegna persónulegrar túlkunar upprunalegs höfunds bloggsins.

Ég hef aldrei getað fattað fólk sem setur fram umdeild málefni í blogginu sínu en leyfir svo ekki lýðræðislega umræðu, heldur eyðir markvisst út öllu sem hentar þeim ekki.  Það er EKKI umræða, heldur flokkur af já-fólki að fróa hvert öðru. Markvisst.

Vil bara benda ykkur á að passa ykkur á þessum aðilum, ég er farin að halda að þau séu meira og minna öll saman net-tröll.

 

Screenshot umræða um fóstureyðingar   jeremia.blog.is   Mozilla Firefox
 
Screenshot umræða um fóstureyðingar   jeremia.blog.is   Mozilla Firefox 1
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
(Hægt er að klikka á myndirnar til að stækka)

 

Dæmi hver fyrir sig um hvort innlegg mitt innihaldi ærumeiðingar, ég er hinsvegar á því að ég megi gagnrýna hugsunarhátt og hugmyndafræði annara ef þeir mega drulla yfir mína.

 
 

EDIT: Vil bara taka það fram að eigandi upprunalega bloggsins (Jeremías/Magnús) póstaði athugasemd minni aftur hér, með öllum texta og hlekkjum eins og þeir voru upprunalega,  og virði ég hann fyrir það.  Hinsvegar læt ég vera að klippa textann og pósta aftur á hans þráð, eins og hann hefur boðið, þar sem ég stend enn föst við sjónarmið mín.  

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband