Fáfræði, hatur og hræsni
6.6.2008 | 14:53
Ég get varla orða bundist yfir bæði kvenhatrinu og hommafóbíunni í ákveðnum bloggara hér á blog.is.
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/554203/
Eftir að hafa lesið umræðuna (sem hann stjórnar og ákveður hverjir fái að vera memm og hverjir ekki, einsog ávallt), þá bókstaflega SÝÐUR Í MÉR BLÓÐIÐ!!!!
Þessir svartstakkar hjá Þjóðkirkjunni ættu bara að hundskast aftur í miðaldir þar sem þeir eiga heima með sínar kreddur og Jesúsleikjukeppnir, og hætta að sjúga ríkisspenann ef þeir geta ekki andskotast inn í nútímann! Fínt ef þeir vilja úthýsa samkynhneigðum á grundvelli sinna kenninga, en að við sem þjóð skulum styrkja svona hatur er mér ekki skiljanlegt. Leyfið þeim að vera í friði með sinn "sannleika", ég hef engan áhuga á að kenna mig við svona fólk. Þetta snýst ekkert bara um þjóðkirkjuna heldur um ÖLL TRÚFÉLÖG, og þeirra rétt til að ákveða hvort þau vilji gefa fólk saman eður ei.
Auðvitað búið að loka á umræðurnar þar sem fasistinn verður að passa að enginn rústi honum í umræðunum. Óðinn hjálpi okkur ef þetta er framtíð kirkjunnar.
Ég ímynda mér að hann læsi konuna sína inní kofa þegar hún er á túr, neiti að raka af sér skeggið, neiti að borða fisk eða skelfisk, neiti að vinna á sabbat (hvort er það; laugardagur eða sunnudagur? ákveðið ykkur!), gangi ekki í tveim mismunandi klæðum á sama tíma, eða klæðnað úr blönduðu efni. Á milli þess sem hann lemur homma og lesbíur og alla aðra í hausinn með bók sem var skrifuð af feitum fýlupúkaköllum 300 árum eftir tilkomu svokallaðs frelsara þeirra. Má taka fram að öll þessi atriði eru úr Leviticusarbók, þar sem "rökin" fyrir hommahatrinu eru fengin frá (sem og einhverju jóðli úr NT sem er álíka gáfuleg lesning, eða þannig). Drullisti til að fylgja þessu annaðhvort í öllu eða þá engu! Ekki þetta endalausa 'bland-í-poka' kristnirugl.
Páll postuli var klikkaður, hann var ekki einusinni uppi á nálægt því sama tíma og Jesú (supposedly) OG ÉG BARA SKIL EKKI HVERNIG ER HÆGT AÐ TRÚA SVONA VITLEYSU!!!!!
Ugh. Fari það allt í fúlan feðraveldispytt. Takk fyrir að eyðileggja daginn fyrir mér, Jón Valur.
Athugasemdir
Welcome í bloggheima. Var í pirrukasti í marga mánuði út í JV en svo hætti ég að lesa hann. Ég held að flestir (nema þeir sem eru honum sammála) séu hættir því.
En ég veit hvað þú ert að fara. Var hann að skrifa um fósturDEYÐINGAR eins og hann kallar þær svo fallega?
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 15:49
Eitthvað minntist hann á þær, en þetta var aðallega varðandi löggjöfina um hvort trúfélög megi gifta/vígja samkynhneigða í hjónaband. Maðurinn fer offorsi í "rökfærslum" sínum og bullar bara út í eitt!
Urrrgghhh. Held ég fari að dæmi þínu og bara hætti að lesa hann, vil ekki gera svona fólki það til geðs að verða pirruð vegna þeirra.....þetta situr bara svo nærri mér þar sem ég á þónokkra samkynhneigða vini sem hafa gengið í gegnum ýmislegt misjafnt innan þjóðkirkjunnar.
kiza, 6.6.2008 kl. 15:52
Sama segi ég, enda bloggaði ég á tímabili eins og brjálæðingur varðandi hjónabönd samkynhneigðra þegar anskotans kirkjuþingið var að hræsnast síðast. Endaði svo á því að segja mig úr kirkjunni.
Menn eins og Jón Valur reyna að alefli að halda öllum framförum í skefjum, þess vegna á ekki að gefa þeim forum.
Kveðja.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 15:56
Hehehe.
Hann JVJ er reyndar kaþólskur öfgamaður...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.6.2008 kl. 16:12
Blargh. Já, kannski ætti ég bara að blocka hann út úr raunveruleikanum mínum, held það væri bara best fyrir alla :P ;)
kiza, 7.6.2008 kl. 13:57
skemmtilega orðað hjá þér
Ásdís Rán , 7.6.2008 kl. 14:40
Það er nefnilega málið með svona fólk, það eru engin rök sem duga gegn "röksemdum" þeirra.
JVJ, Mofi og hinir eru nefnilega alltaf með svar á reiðum höndum;
Guð gerð'etta!
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 7.6.2008 kl. 14:55
Tinna; eitt er að hafa svör á reiðum h0ndum og annað að hafa eitthvað að segja í svörum sínum.
Kiza; Það er aðeins ein leið að vega upp á móti neikvæðni,....þú veist....meiri jákvæðni....
Best að halda áfram að jáa við konuna...:)
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 01:05
Svanur; ég vona að þetta hafi ekki komið út sem einhver árás á trúað fólk. Þessi maður bara...HANN BARA ..SIUJTÆOAIWUHFLGIU DLKJH,CNV.BKJEPRUTP934Ö80398HIJFGDJFGJSNGD,NGS.KJ.
Einsog þú sérð, þá hitnar mér í hamsi. Mig grunaði á tímabili að JVJ væri svokallað "troll", þ.e.a.s. tilbúinn karakter. En svo virðist því miður ekki.
Anda inn.......anda út. JÁÁÁÁÁKVÆÐNI
kiza, 8.6.2008 kl. 10:32
Nei það gerði það ekki, ekki svona almennt :) En JVJ er eflaust með hiksta.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 12:39
Hérna er ansi góð færsla um guðsorðið... :p
Ég vildi óska að JVJ væri troll. Ansi hrædd um að það sé ekki málið, samt.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 18:28
Hætti að lesa JVJ eftir að ég fann að það hafði bara hreint ekki góð áhrif á mig. Nennti ekki að standa í því að vera öskureið alla daga.
Helga Magnúsdóttir, 8.6.2008 kl. 18:43
Ég skil nákvæmlega hvað þú meinar, Jóna, en held að það taki því ekki að æsa sig svona mikið. Ég held að það sé það sem JVJ vill helst, að fólk æsist upp og svari honum fullum hálsi.
Vésteinn Valgarðsson, 9.6.2008 kl. 04:31
Jón er okkar sterkasti bandamaður, hann talar svo mikla steypu og er svo illa haldin biblíksum fordómum fornmanna að við fólkið í landinu bara komumst ekki hjá því að taka afstöðu með okkur og á móti trú.
Ég skora líka á alla samkynhneigða að alls ekki taka þátt í því auma yfirklóri ríkiskirkjunnar með að blessa samband þeirra, ríkiskirkjan er tilbúin til þess að breyta orði guðs síns(Mammon) svo kuflarnir missi nú ekki ofurlaun sín, en þeir eru ekki tilbúnir að fara alla leið fyrir samkynhneigða þessir aurapúkar.
Jón vælir líka mikið yfir fóstureyðingum.... engar fóstureyðingar segir hann á meðan kaþólska kirkjan hans er eitt stórt morðbatterí.. meira að segja í dag eru hún það með smokkabanni, hún stuðlar líka að sprengingu í fólksfjölgun og þar með hungri... þessi kirkja er gagagalúser
Svo má líka spá í hversu margar fóstureyðingar guðinn hans Jóns framkvæmir árlega, hversu margar konur missa fóstur... guð ræður öllu, hann er með plan... frjáls vilji hefur ekkert að gera með það að missa fóstur.. þannig að guð stundar fóstureyðingar
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 18:05
Af einhverjum ástæðum virðast kirkjunnar menn bara einfaldlega ekki getað troðið því inn í hausinn á sér að enginn vill setja lög sem neyða neina kirkju til að gefa saman einn eða neinn. Þeir einhvern veginn spóla bara yfir þá staðreynd þegar þeir ræða þetta. Það er svo augljóst að þeir eru að missa vald sem þeim hefur alltaf fundist sjálfsagt að þeir hafi, þrátt fyrir að engin réttlæting sé fyrir því að kristin kirkja ákveði hvað einhver önnur kirkja gefi saman.
Líttu nú samt á björtu hliðarnar, Kiza. Nánast allir með heila eða hálfa brú milli eyrnanna eru sammála þér (og mér) í þessu. Það var sú tíð að við hefðum verið alveg á ystu nöf með þá skoðun að gefa saman samkynhneigða. Þetta er að breytast, og þetta er bara bakkaklór hjá þeim, því keisarinn er nakinn og allir sjá sem augu hafa, firruna í því að ein kirkja ákveði svona hluti fyrir aðrar kirkjur samkvæmt þeirra eigin skilningi á almættinu. Þetta er svo fáránlegt að það þarf ekki að nema sjá það til að fyrirlíta það, og núna loksins er fólk farið að sjá þetta. Fyrir aðeins örfáum áratugum hefði maður bara verið kallaður hommi eða lesbía fyrir að finnast eitthvað athugunarvert við að Þjóðkirkjan (Sieg! HEIL!) ákveði reglurnar fyrir fólk sem trúir einhverju allt öðru.
Já, maður hljómar bara eins og biluð plata, þett'er svo augljóst.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 02:34
Maðurinn tapaði sér. Ég hef það eftir áræðinlegum heimildum að "once upon a time" var hann frekar venjulegur gaur með ágætis skoðanir. Svo gerðist eitthvað svakalegt sem enginn kann skýringar á og hann bara snappaði.
Stundum þegar að ég rek augun í fyrirsagnir sem sjóða í mér blóðið er ég hálf fegin þegar að ég sé að það er hann. Því miður eru fleiri en það er samt huggun að sjá að mesta bullið kemur alltaf frá bara einum manni.
Ellý, 15.6.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.