Kisugrey

Það tekur í hjartað á mér að sjá forsíðu Fréttablaðsins í dag; þar sem sagt er frá óskilakisum í Kattholti.

Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig fólk getur yfirgefið dýrin sín, eða hent þeim út á guð og gaddinn.  Það er eins og sumt fólk lifi í einhverri massífri sjálfsblekkingu; að það haldi að dýrin munu bara "redda sér" ef þeim er hent út í Öskjuhlíð eða skilin eftir í íbúð.  Ef við værum að tala um villidýr þá liti þetta kannski aðeins öðruvísi út, en málið snýst um húsdýr; sem hafa enga burði til að lifa af í náttúrunni (sérstaklega á veturna).  Þegar ég var að hlúa að kisa mínum þegar hann var illa farinn kettlingur, þá spurðist ég fyrir hjá dýralækninum um hvað það kostaði eiginlega að láta svæfa ketti og kettlinga.  Svarið var á þá leið að það kostar eitthvað um 1000-1500kr að svæfa fullvaxta kött, og einhverja hundraðkalla að svæfa kettlinga.  Ekki beint eins og við séum að tala um háar fjárhæðir hérna.

Annað sem gerir mig alveg ga-ga, er þegar fólk neitar að gelda dýrin sín út frá einhverjum "réttinda"-sjónarmiðum, þ.e.a.s. halda því fram að t.d. læður séu að "missa af einhverju" ef maður geldir þær áður en þær ná kynþroska, eða að þær verði eitthvað skrýtnar ef þær fái ekki að gjóta a.m.k. einusinni; að það sé ómannúðlegt að gelda fressa o.s.frv.  Þetta er náttúrulega háborin vitleysa, og hver sem er ætti að geta séð það að kettir eru ekki að fara að díla við einhverjar tilfinningakrísur á háum level vegna þess að þeim sé kippt úr sambandi.  Þær vita ekki einusinni af hverju þær eru að missa!   Skal vel skilja að fólk elski kettlinga og finnist þeir endalaust sætir og krúttlegir, en þannig er það nú bara í lífinu að kettlingar verða að fullvaxta köttum, og það þýðir ekkert að elska bara dýrin þegar þau eru lítil og sæt.  Þó svo að ég þekki fólk sem tekur ábyrgð á ógeldum dýrum og öllu sem því fylgir, þá virðist þetta því miður vera algengt í þjóðfélaginu.

Nú eða þá þeir sem vilja bara kettling til að eiga kettling, og missa svo allan áhuga þegar dýrið stálpast.   Sbr. kanínuæðin sem ganga hérna yfir landið reglulega, og svo endum við með heila nýlendu af kanínum að hakka í sig kirkjugarðana (hvað annað eiga þær sosem að éta?)...

Fólkið í Kattholti vinnur óeigingjarna vinnu, og er svo sannarlega ekki á einhverjum ráðherralaunum.  Þau taka við þeim sem geta ekki varið sig, og passa upp á málleysingjana sem við mennirnir hendum frá okkur þegar við fáum leið á þeim.  Það er ekkert grín að passa upp á 50+ ketti í þessu tiltölulega litla rými sem þau hafa til notkunar, sérstaklega þar sem mörg dýranna koma inn af götunni og eru oftar en ekki hrædd og agressív eftir því.

Kæra fólk; please PLEASE farið vel með dýrin ykkar.  Geldið kettina ykkar, sérstaklega ef þið hafið ekki áhuga eða fjárráð til að díla við 3-6 kettlinga 4. hvern mánuð.  Farið reglulega með dýrin í læknistjékk + ormahreinsun, og komið fram við þau af virðingu.  Dýr eru ekki eitthvað sem er bara hægt að henda frá sér þegar eitthvað nýtt kemur upp á; þau eiga rétt á sínu lífi og heilsu.

Peace out. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Náááákvæmlega. Sárara en tárum taki.

Loppa, kisan mín, var ein af þessum sem var hent út, við fundum hana bak við öskutunnur, ómerktan um 3-4 mánaða kettling, horaða og skjálfandi, tókum greyið inn og tókum að okkur (hringdum í Kattholt, settum upp auglýsingar í kring, ef eitthvað barn væri nú grátandi að leita að litlu týndu kisunni sinni, en ekkert).

Hún var heppin, en því miður fá fæstir þessara úthentu kettlinga svona happy end. Hvernig getur fólk hugsað sér þetta? Ekki er það dýrunum að kenna, ekki báðu þau um að fæðast. Ekki var vesenið á Loppu, ógurlega mannelsk og kelin, að fullu kassavön, greinilega bara einhver sem ekki nennti að sinna ræflinum.

Hún þorði ekki út fyrir hússins dyr í margar vikur eftir þetta, greinilega hrædd um að mega ekki koma inn aftur.

Grrr!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 18:34

2 Smámynd: kiza

Greyið Loppa   En hún er a.m.k. á góðu heimili í miklu yfirlæti ef ég skil rétt, og það er allt sem máli skiptir 

kiza, 16.6.2008 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband