magnaður gjörningur!

Horfið á myndina..hægra megin er hús að fuðra upp.  Vinstra megin má sjá slökkviliðsmenn að störfum.  Aðeins fyrir ofan þá (ekki inni á mynd) er ÉG AÐ GLÁPA ÚT UM GLUGGANN MINN OG FÁ TAUGAÁFALL!!!

 

Ég vaknaði laust fyrir tvö í nótt við mikinn fnyk inní íbúðinni. Þjóðverjinn svaf sem fastast og köttinn hvar hvergi að sjá.  Ég vesenaðist fram og til baka heima, sannfærð um að ég hefði ekki drepið nógu vel í sígarettu eða misst glóð niður einhvers staðar.  Svo kíkti ég út um gardínurnar og Grettisgatan var undirlögð af reyk, greinilega ekki af mínum sökum.  Opnaði hurðina út þar sem ég rakst á austur-evrópsku konuna sem ber út eitthvað ónefnt morgunblað og hún gargaði á mig "FIRE FIRE CALL POLICE"  í gegn um reykinn.  Þó svo að hurðin hafi ekki verið opin í meira en hálfa mínútu þá var það nóg til að fylla litlu íbúðina mína af reyk og ólykt.  Auðvitað var slökkviliðið búið að fá upphringingu og áður en fyrr var voru 3 stórir brunabílar og óteljandi löggubílar mættir á svæðið með tilheyrandi ljósa-show-i og látum.   Allt í allt held ég að þetta hafi tekið þá ca.1 1/2-2 tíma að ná niður eldinum, en þegar ég fór út í morgun voru þeir enn að rannsaka og búrast þarna.

Ég verð að segja að öll aðgerðin gekk vel og fagmannlega fyrir sig, og það er magnað að fylgjast með þessum mönnum að störfum.  Reyndar var undirrituð ekki ein af þeim sem var ræst út úr húsi sínu, en þurfti þó að troða púða í gluggann (sem er beyglaður og ekki hægt að loka almennilega) til að reyna að halda reyknum frá.  En ég gat ekki slitið augun af þessum gjörningi, og að horfa á reyk-kafarana koma út úr húsinu kolsvarta í framan, rífa af sér grímuna og hella í sig vatni....Þetta var hreint út sagt ótrúlegt! Á meðan slökkviliðsmennirnir spúluðu húsið að utan og innan og löggan hélt svæðinu öruggu stóð mín uppí glugga einsog smástelpa með stjörnur í augunum!
  Reyndar náði mín svo mikið sem engum svefn vegna ljósasýningarinnar og kattar-áhyggjum en það skipti engu máli, þar sem það sem á gekk fyrir utan gluggann var meira spennandi en nokkur bíómynd. 

Mikil blessun var að enginn var í húsinu.  Þetta hús hefur nefnilega verið þyrnir í augum margra á Grettisgötunni þar sem þar hefur safnast saman útigangsfólk og (oft á tíðum) eiturlyfjaneytendur, sem hafa valdið hávaða, usla og óþægindum hjá nágrönnunum (og undirritaðri).  Síðasta sumar var sérlega slæmt að þessu leiti, lögreglan var á staðnum annað hvert kvöld að ræsa út lið og reyna að hafa stjórn á málinu.  Sérstakt að skuli kvikna í húsinu nóttina eftir að frétt birtist um vandamál hústökumanna og útigangsfólks...kannski einhver að reyna að vekja athygli á einhverju..? 

En undir morgun var kisi búinn að skila sér heim (gvöðisélof) og mín náði loksins að festa smá svefn..bætti nú ekki úr skák að þurfa að mæta í vinnuna klukkutíma seinna, en mínir yndislegu samstarfsmenn hafa skipað mér að koma mér heim og leggja mig í nokkra tíma, þar sem augljóst er að lítinn svefn var að fá í nótt (nema maður sé Þjóðverjinn, sem svaf þetta allt meira og minna af sér, enda ekki merkismál fyrir marga að eldur logi í götunni þeirra...) ... 

 Enn og aftur, fimmfalt húrra fyrir slökkviliðsmönnunum, reykköfurunum, lögreglumönnunum og sjúkraliðunum sem mössuðu þetta á Grettisgötunni í nótt.  Eitt orð yfir þetta starf þeirra:

 

R E S P E C T.


mbl.is Eldur við Grettisgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta hús ekki líka í umræðunni undanfarna daga sem eitt af dópbælum bæjarins og löggan reglulegur gestur?

Forvitinn (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Bara Steini

Slæmur atburður en þó með dass af gleði ef þetta lið pakkar sér saman og burt það fer...

Bara Steini, 8.11.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: kiza

Forvitinn: jú einmitt, búið að vera "í umræðunni" í smá tíma en ástandið hefur verið svona síðan s.l.vor. Frekar óhuggulegt lið þarna inn á milli.

Steini: Blessunarlega var enginn í húsinu þegar þetta átti sér stað. Þetta kannski vekur upp frekari umræður um mál heimilislausra og hústökumanna í Reykjavík.

kiza, 8.11.2007 kl. 15:15

4 Smámynd: Bara Steini

Jú veistu það mundi nú vera ágætt ef tekið yrði aðeins til við það. Það er einmitt einhverskonar "það er enginn á götunni" hugarfar hérlendis sem þarf að laga....

Bara Steini, 8.11.2007 kl. 16:24

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

grettisgatan... hmmm ekki svo íkja langt frá mér.. ég varð ekki vitni að neinu

Brynjar Jóhannsson, 8.11.2007 kl. 18:58

6 Smámynd: Ellý

Það er eitthvað svo sexí við slökkviliðsmenn, sama hvort þeir eru sjálfir sexí eða ekki. 

Ellý, 9.11.2007 kl. 03:52

7 Smámynd: Bara Steini

Endalaust fyndið að Nebbi hafi ekki fundið fnykinn Jóna heehheheh....

Bara Steini, 9.11.2007 kl. 16:19

8 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

já já.....það er sem sagt frábært að skálkaskjól ólukkufólks og útigangsmanna sé brennt niður ?

Það vill enginn af þeim vita eða að minnsta kosti mjög fáir.

EN......FRÁBÆRT AÐ ÞÚ HAFIR FENGIÐ LITLA KISANN ÞINN HEIM !

ÞAÐ ER NÚ FYRIR ÖLLU.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 23:49

9 Smámynd: kiza

Lárus G; ég vona að þú sért ekki að leggja mér orð í munn með að ég hafi ánægju af því að fólk; sama af hvaða stéttarstigi það er; þurfi að hímast á götunni eða í handónýtum húsum.  Málið er; að það er ákveðin AFNEITUN í gangi á Íslandi varðandi þessi mál, einsog steini segir "Það er enginn á götunni"-mentality, sem er bara rugl, og ALLIR sem búa niðri í miðbæ geta staðfest það.

 Og jú, það er mér mjög mikilvægt að kisi minn skilaði sér heim, er eitthvað óeðlilegt við það að mér þyki vænt um köttinn minn?  Frekar en ruslaralýð sem hefur valdið mér og nágrönnum mínum hræðslu og óþægindum í meira en hálft ár?

Málið  var einfaldlega að það hlaut að koma að þessu.  Og kemur mér ekki á óvart. 

kiza, 13.11.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband