Hrósað fyrir afbrot?

(áður en ég byrja að þruma vil ég bara taka það fram að þetta eru mínar eigin ómannúðlegu skoðanir sem hér fylgja, hatið mig ef þið viljið en ég bara verð að pústa út yfir þessu.) 

 Hefst þá pistillinn:

 

Jahá.  Hefur nú Árni Johnsen tekið sig til í sinni endalausu góðmennsku og gefið 10 flatskjássjónvörp í Hegningarhúsið á Skólavörðustíg.  Nú hef ég í raun og veru enga ástæðu eða grundvöll til að gagnrýna hvað Árni gerir við peningana sína, en ég verð að segja að mér er ofboðið.

Ég veit að það hefur verið mikið skeggrætt um þetta mál; og þá komið sterkt fram sá punktur að "húsgögn geri fangavist ekkert auðveldari" en vitið þið hvað:

MÉR ER ALVEG SAMA.  HÚN Á EKKI AÐ VERA AUÐVELD. 

Nú frussa örugglega allir upp kaffinu sínu og stimpla mig sem mannhatara frá miðöldum, en finnst ykkur ekkert að því þegar fangar (lesist: dæmdir glæpamenn) hafa það betur heldur en  löghlýðnir einstaklingar?  Ég t.d. á EKKI flatskjá.  Ég sjálf á ELDGAMALT sjónvarp sem ég fékk gefins frá vinkonu minni sem fékk það gefins frá frænku sinni. Guð veit hvaðan frænkan fékk það gefins.  A.m.k. er það fornt, og fúnkerar ekkert alltof vel.  Ég væri alveg til í einn flatskjá, Árni.

Nú hefur maður heyrt af því að fangar geti t.d. eytt tíma sínum í nám meðan þeir sitja inni. Frábært segi ég; partur af betruninni.  En hvað borga þeir fyrir það? Hvað borga þeir fyrir bækurnar og ritföngin?
Ég man þá tíð að maður skráði sig í Iðnskólann, borgaði 11000krónur fyrir það, og svo þurfti maður að eyða tæpum 30000kr í bækur og gögn.  41000kall þar. Ekkert of auðvelt fyrir skítblankan námsmann. 
Hvað borga þeir fyrir aðgang að internetinu?  Eitthvað?  Svo er hægt að minnast á tannlæknaþjónustu, hver borgar fyrir það? HMM?  

Ég veit hvað ÉG þarf að borga fyrir eina stutta skoðun hjá tannlækni.  Það er a.m.k. það hátt að ég geri það ekki nema ég viti fyrir víst að þurfi að laga eitthvað, þá borgar það sig kannski eitthvað. Annars sleppi ég því einfaldlega og fæ mér frekar eitthvað að borða. 

Ég vinn fulla vinnu, skila mínum skatti og reyni að vera almennilegur borgari, en ég hef samt ekki efni á að hafa internet-tengingu heima hjá mér.  Það er ekki fræðilegur sjens í helvíti að ég eigi eftir að eiga pening fyrir nýju sjónvarpi næstu árin. Ég rétt skrimti eftir að hafa borgað leigu, skuldabréf og tilfallandi kostnað.  Ég ætti kannski bara að skella  mér út og buffa einhvern minni máttar, þá get ég horft á allar rásirnar í frábærum flatskjás-gæðum á meðan gert er við jaxlana í mér!

Finnst ykkur eitthvað skrýtið að glæpamenn skuli leita hingað til lands; rupla, ræna, nauðga, berja og  jafnvel myrða án nokkurrar eftirsjár þegar fangelsin okkar eru flottari húsakynni en þeir gætu nokkurn tímann fengið í heimalandi sínu?  Og þjónustan sem er innifalin er svona mögnuð???  Af því sem ég hef heyrt þá finnst þeim bara eins og þeir séu á Hilton hóteli þegar þeir sitja hér inni!

Þið megið kalla mig öllum illum eða góðum orðum eftir þennan reiðipistil. Engum kommentum verður eytt. Ég bara GET EKKI tekið undir það að glæpamenn eigi að hafa það kósý meðan þeir afplána dóm sinn.  

A.m.k. ekki meira kósý en ég hef það. 

-J.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

já fussum svei! skellum okkur bara í pollagallann og sprænum á Árna ;)

Davíð S. Sigurðsson, 17.10.2007 kl. 20:21

2 identicon

Auga fyrir auga væri náttúrulega besta refsingin.

Annars er þetta mál með flatskjáina bara enn ein birtingarmynd hins geðveika velmegunar- og lífsgæðakapphlaups sem hefur hrjáð okkur íslendinga síðustu áratugina. 

Egill Harðar (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 08:33

3 Smámynd: Óðinn

You guys, you guys.

You suck rancid, hairy and very sweaty donkey balls.

Óðinn, 18.10.2007 kl. 10:59

4 Smámynd: Óðinn

You guys, you guys.

 You suck rancid, hairy and very sweaty donkey balls.

Óðinn, 18.10.2007 kl. 10:59

5 Smámynd: Óðinn

Obbosí, double-post.

Annars er nokkuð til í því að glæpamenn sem afplána dóm sinn ættu svosem ekki að hafa það betur en maður sjálfur hefur það. En þar sem tekist hefur að sanna það með margskonar könnunum á vegum fagaðila þá virkar hið gagnstæða ekki heldur, eigum við þá að fara í þann pakka og væla svo yfir því hversu víghertir og viðbjóðslegir einstaklingarnir verða eftir afplánun? 

Óðinn, 18.10.2007 kl. 11:02

6 Smámynd: Bara Steini

Hehehe esskan min, þú þarft bara að fara af stað á skútu og hafa með þér gott skotvopn... Þá kemstu i dýrðina í jeilinu heheheh.

Bara Steini, 18.10.2007 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband