Reykingar í Alþingishúsi
12.10.2007 | 15:36
Ok. Þetta er bara út í hött!
Ég geri mér grein fyrir því að mikilvægari mál hafa átt sér stað í heimi stjórnmála s.l. daga, og þ.a.l. ekki mikið verið fjallað um þetta; en mér blöskrar þetta. Í allt sumar og haust hafa allir aðrir þurft að færa reykingar sínar út á stétt og híma upp undir vegg ásamt því að þola ásakandi augnráð gangandi vegfarenda, og á meðan hafa þingmenn það bara kósý niðri í kjallara með sófa og læti!!!
Og enginn af þeim segir neitt, þó svo að ég giski á að þónokkur hluti þeirra sé reyklaus! Besti hlutinn var þegar skrifstofustjóri (þar sem forseti Alþingis var ekki á staðnum) var beðinn um að útskýra hvers vegna þingmenn fá undanþágu frá lögum: "Tja, okkur fannst þetta bara betra heldur en að láta þá húka úti..."
HA??? EINS OG VIÐ HIN, ÞÁ???
Greinilega eru þingmenn ekki á sama level og við hin þegar kemur að því að hlýða lögum. Það er augljóst að gamla góða "gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri"-reglan er í fullu gildi hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Ég get varla lýst tilfinningunni sem sveif yfir mig þegar ég sá þessa frétt; ég ætlaði einfaldlega ekki að trúa eigin augum (né eyrum!)!!!
ER ÞETTA Í LAGI?!
Athugasemdir
Bíddu.. nú við..
Eru reglunar ekki þannnig að það meigi ekki reykja á skemmtistöðum ?...
er ég að rugla eins og nautheimsk ugla...
Alþingi er varla skemmitstaður ?
reyndar finnst mér hið besta mál að láta alþingismenn sem reykja.. híma út í kuldanum eins og við hin..
Brynjar Jóhannsson, 12.10.2007 kl. 17:01
Það er nefnilega málið, Alþingi (eins og aðrar opinberar stofnanir) ætti að vera reyklaust, ef þó bara til að setja fordæmi fyrir okkur skítugu reykingamennina.
Náttúrulega er Alþingi ekki skemmtistaður (ef svo væri; þá dauðasti djammstaður borgarinnar) en fyrst þeim fannst það vera nauðsynlegt að banna ósiðinn ógurlega á öllum veitingastöðum, kaffihúsum, pöbbum og skemmtistöðum þá finnst mér MINIMUM að þeir sjálfir fylgi reglunum.
Skv. skrifstofustjóranum eru þessir hlutir greinilega ákveðnir á hverri stofnun fyrir sig, en ég sé ekki beint í anda að maður labbi inn í Heilbrigðisráðuneytið og fái reykmökk framan í sig. Eða spítala eða leikskóla?
Þetta bara meikar akkúrat ekkert sens.
kiza, 12.10.2007 kl. 17:14
Það er enginn til að hafa vit fyrir þeim sem eiga að hafa vit fyrir okkur hinum. Því miður.
Egill Harðar (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 21:15
já.. þetta meikar ekki sens.. og mér finnst að þingmenn eiga að vera fyrirmyndir og sýna fordæmi með gjörðum sínum..
en þeir eru samt ekki beinlínnis að brjóta reglur..
að væri verra.. reykingarbannið tengist bara skemmtistöðum..
ég má td reykja í vinnunni minni á sama stað og síðast
Brynjar Jóhannsson, 15.10.2007 kl. 21:17
Þetta eru kóngar og kvíns ekki samferðafólk....eða .....ekki samfó...
Fríða Eyland, 16.10.2007 kl. 04:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.