andlaus.

Kæra fólk sem ég hef bætt við sem blogg-vinum í dag:

 

Ég lofa að skrifa eitthvað almennilegt þegar að stíflan brestur í hausnum á mér.  Í dag er ég einfaldlega of löt og tóm til að nenna að þröngva einhverju óþarfa þvaðri út.  Þetta er hinsvegar alvöru blogg og alvöru manneskja á bak við það; engar áhyggjur.

Einnig er tölvukerfið í hakki í vinnunni vegna ónýts ljósleiðara einhvers staðar á Geithálsi (skildist mér); mér líður einsog Doc Brown hafi brunað upp að mér í morgun á DeLorean tryllitækinu og flutt mig nauðuga aftur til ársins 1995, þegar 28.8kbps módem sungu sín skerandi sírenuvæl í 2 tíma áður en tenging tókst og hver heimasíða tók rúman klukkutíma að hlaðast niður...

 Já...those were the days.

-J.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Get ekki bætt þér við...

...skrítið.

Reynum aftur síðar.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 27.9.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Bara Steini

Ah good old ´95. Glimmer gallar og endalaus gleði.... Minnir mig.... En annars hæ esskan :=)

Bara Steini, 27.9.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband