Siðferðislög?

[Mikið er smjattað á bloggum hér og þar um téða yfirlýsingu VG varðandi breytingu laga fyrir vændi og nektarstaði.  Í stað fyrir að sprengja síður hjá fólki með lönguvitleysu-kommentum hef ég ákveðið frekar að skríða úr bloggfelum og tjá mig heiftarlega hér á heimavelli.  Ég vil taka það skýrt fram að ég er ekki talsmaður eða málpípa neins flokks eða sérlegrar hugmyndafræði, heldur vil ég aðeins reyna mitt besta til að koma minni skoðun frá.   Ég er heldur ekki stuðningsmaður mansals eða hvers kyns þrælkunar á einum né neinum, þó það séu algeng 'rök' andstæðinga minna.  Ég er harður feministi en ég er alveg jafn harður baráttumaður fyrir málfrelsi, þó svo það komi ekki alltaf vel við mann.

Hafandi sagt það; þá vil ég benda á hér og nú að í pistlinum hér fyrir neðan birtast tenglar og upplýsingar um efni sem tengist mansali, vændi, strippi, erótísku nuddi, feminisma, mannréttindum, tölfræði, könnunum, og rökvillum.  Ef einhver er siðferðislega andvígur nýupptöldum atriðum  þá mæli ég einfaldlega með að hætta bara að lesa, fá sér te og kveikja á heilasugunni þar til þið lognist út af.]

  Fyrir okkur hin..... "hefst þá pistillinn."

Mannskepnan hefur lengi vel reynt, með misjöfnum árangri, að hafa ákveðna stjórn á sjálfum sér og sínum hvötum.  Siðferðisreglur hafa breyst og mótast í aldanna rás, og viðmiðin í dag eru gjörólík þó maður líti ekki nema nokkra tugi ára aftur í tímann.  Hlutir sem þóttu gjörsamlega út í hött eða jafnvel jaðra við (eða blátt áfram voru álitnir) geðsýki, teljast eðlilegir og hversdagslegir í nútíma vestrænu samfélagi.  Við montum okkur af réttindum okkar sem einstaklingar og áherslu okkar á persónuleg val manneskjunnar varðandi líf sitt, skoðanir og hagi.
Því þykir mér furðulegt að sumt fólk skuli enn vera sannfært um það að siðferðislög; þ.e. lög sem reyna að hafa hemil á eða banna ákveðna hegðun eða atferli sem ráðandi hópur hefur óbeit á af hugmyndafræðilegum ástæðum;  hafi einhverja dýpri meiningu eða marktækar afleiðingar í þjóðfélaginu. 
Manni verður hugsað til  núgildandi (að því er ég best veit) laga gegn fjárhættuspilum og eiturlyfjanotkun/sölu, sem, þrátt fyrir endalausar fréttir af lögregluaðgerðum og upptöku efna virðist engin áhrif hafa á framboð og eftirspurn fíkniefnanna.  Á sama tíma halda stofnanir eins og Rauði Krossinn og SÁÁ úti spilakössum í sjoppum landsmanna þar sem téðar stofnanir (á einhvers konar útúrsnúnni undanþágureglu)  misnota sér fíkn veikra aðila í spileríið, og bjóða svo upp á meðferð við henni í leiðinni?  (að maður minnist nú ekki á að Ísland í heild sinni er fórnarlamb eins stærsta pókersvindls í heimi, en það er önnur saga)

Þegar Kaninn ákvað að banna sprúttið var það fljótt að sýna sig hvert starfsemin færði sig.  Beinustu leið í undirheima skipulagðrar glæpastarfsemar.  Fólk var ekki á þeim buxunum að hætta að sulla með Bakkusi þannig að framboðið  einfaldlega færðist yfir til annars aðila, aðila sem var engum lögum bundinn nema sinni eigin græðgi, aðila sem er siðferðislega gjaldþrota og skítsama um það. 

Vændisfóĺk og fólk innan kynlífsþjónustugeirans hefur ávallt þurft að hlýða á niðurlægingu, skammir og fyrirlitningu frá þeim sem telja sig yfir þau hafin.  Manneskja sem selur sig er langoftast stimpluð sem einungis það; hóra/mella/gigolo, eins og að starfsvettvangur aðilans skilgreini algjörlega hver hún eða hann sé.  Manneskjan er gerð að úrhraki, að bletti á hinu 'hreina þjóðfélagi', að tákngervingi kúgunar og misnotkunar, að raddlausu leiktæki sem óþarfi er að hlusta á.  Þetta viðhorf er þekkt bæði frá kúnnum sem og þeim sem telja sig vera að 'vernda' vændisfólk fyrir sjálfu sér og sínu starfi með bönnum og boðum, að maður tali ekki um þá hópa sem bókstaflega fordæma þau point blank. 
Endalaust heyrir maður vitnanir í hina svokölluðu 'sænsku leið' , og hversu ótrúlegt gagn og aðhald þetta módel veitir.  Hinsvegar hef ég oft tekið eftir því að þau sem tjá sig mest um þessa yfirburða fínu lagagerð eru vanalega ekki hórur/mellur/gigoloar/úrhrök, heldur 'sérfræðingar', eða 'talsmaður feminista', sem hafa af því hag að túlka afleiðingar laganna jákvætt.  Af hverju heyrum við aldrei neitt frá 'úrhrökunum' sjálfum?

"As a summary, I can tell you that the law against purchasing sexual services have increased the risks and the violence against sexworkers and the law against procurement make it impossible for us to work safely. "

"Prostitution is voluntary sexual service carried between consenting adults. If there is no agreement it is not about prostitution, then it's about enforced sex and sexual violence, for instance sexual slavery and victims of trafficking."

(SANS - Sexsaljare ock allierades Netverk i Sverige- beinn hlekkur)

"The current legislation and the Swedish prostitution policy reinforce the whore stigma, the social shame, and the stereotypical and biased image that surrounds the sale of sexual services. "

(SANS - Sexsaljare ock allierades Netverk i Sverige - beinn hlekkur )

Bretarnir hafa sömu sögu að segja:

"Effectively the government are outlawing consensual sex between consenting adults on the premise that it will prevent trafficking and abuse with in the sex industry. Clients and sex worker managements, and of course sex workers themselves, are the very people who are in the best position to inform the authorities of cases of concern and yet illogically these are the very people whom the government is choosing to criminalise." 

"We think that changing the law - decriminalising sex work - is one of the steps towards it and it's a very important one. The same happened with gay rights, when they removed the laws that actually helped social attitudes to change as well." 

(Politics.co.uk - Prostitution Law: Sex Workers Speak Out - beinn hlekkur )

"Sex workers themselves are the most determined to oppose exploitation and coercion within our industry, and closing our workplaces is not the way forward," said Ms Stephens. "Increased raids and closures of brothels will directly endanger the thousands who choose to work in this way, and indoor sex workers will pay the price if this measure is introduced."

(International Union of Sexworkers - www.iusw.org - beinn hlekkur )

 

Ég mun setja fleiri tengla inn í lok pistilsins á aðrar síður þar sem sjá má sömu viðmót frá nákvæmlega þeim aðilum sem lögin snúa að, eitthvað sem virðist ekki vera mjög vinsælt hjá VG og róttækum feministum nema þá að vitnisburðurinn stemmi við þeirra persónulegu hugmyndafræði.    Engum dettur í hug að rífast jafn heiftarlega eða banna aðrar líkamlegar vinnur eins og t.d. hvers kyns dans, bardagaíþróttir, harða byggingarvinnu/verksmiðjuvinnu/fiskvinnslu, en strax og komið er suður fyrir nafla fer að líða yfir fólk í hrönnum líkt og á Viktoríutímabilinu! 
Vændiskonur sem komið hafa fram og tjáð sig eru oft ásakaðar um að vera heilaþvegnar, með fórnarlamba-syndrome, of kúgaðar til að geta haft sjálfstæða skoðun (hvort sem manneskjan sjálf telji sig kúgaða eður ei), eða, í síðasta falli, að skoðanir og réttur þeirra sé ekki jafn rétti þeirra sem fara illa úr bransanum.  Persónulega þykir mér það svipta það fólk sjálfsákvörðunarrétt að reyna að skipa þeim fyrir með lögum hvað það megi og megi ekki gera við líkama sína, þar sem kynfærin virðast hafa spes reglur.

Talsmenn lagagerðarinnar vilja hafa þann sið að henda saman allri kynlífstengdri þjónustu undir hatt þrælkunar og mansals.  Skiptir þá ekki máli hvort þú ert að dansa topplaus upp á flippið eða til að vinna inn aukapening, selja kynlíf til að eiga mat fyrir fjölskyldu þína, eða þér hefur verið rænt af glæpagengi og ert neydd til að liggja hlekkjuð inni í herbergi allan daginn útúrdópuð gegn þínum vilja, þar sem hver sem er getur keypt upp og inn á þig, hvenær sem er, og hvernig sem þeim sýnist.   Í þeirra augum (talsmannanna) er ALLT þetta sami hluturinn, á sér sömu rót og afleiðingar, og sama lagagerðin á að laga allt með töfrabaunum eða álíka.  Engu máli skiptir í raun hvort manneskjan er að framkvæma aðgerðina viljug eða ekki.  Þeirra pólitíska hugsjón trompar hvaða sjónarmið sem kemur upp.

Er það strippstöðunum að kenna að vændisstarfsemi þreifst nýlega á Hverfisgötunni í stórum stíl..?   Er það Geira í Goldfinger að kenna að konurnar í Ármúlanum voru neyddar í vændi og haldið fangið?  Er við Óðal að sakast að unglingsstúlkur í viðjum fíkniefna sjá oft enga aðra leið til að fjármagna vana sinn nema að selja sig hjá dílernum?  Er það blautbolakeppni X-ins heitins að kenna að einstæðar mæður nútildags hér og þar í Reykjavík eru hugsanlega að velta fyrir sér möguleikanum á að drýgja tekjurnar með að taka 2-3 kúnna á mánuði?  Svör óskast á póstkorti.

Ég tel að þetta bann muni í fyrsta lagi ekki hafa mikil áhrif á flesta þætti sem talið er upp hér fyrir ofan, nema þá að lokað verður fyrir 2-3 dansbúllur.  Ég FAGNA því að skerpa eigi á lögum um mansal og þrælkun, og endurtek að ég er EKKI að mæla neinu bót sem er ekki með fullu upplýstu samþykki allra aðila.  Það að nú eigi loksins að horfa raunsætt á mansalsvandamál á Íslandi með auknum stuðningi við fórnarlömb, athvörf og aðhald í bata og endurhæfingu, sálgæslu, sérglæpasveit og aðstoð við dvalarleyfi eru stór skref í baráttunni gegn þessum skelfilega glæp.  En ég get ekki með góðri samvisku tekið undir það viðhorf að þrælkun og mansal séu sami hluturinn og aðkeypt líkamleg/kynferðisleg þjónusta milli tveggja eða fleiri fullorðinna aðila sem eru heilir á geði og gefa samþykki.   

Nú lofa ég ykkur að ég fer að ljúka þessu, ef einhver er hérna með mér ennþá.  Þegar hér er komið að vil ég taka smá beygju og vitna aðeins í um tölfræði og kannanir, eitthvað sem mikið er vísað í í hvers kyns fréttaflutningi og pistlum um 'vændisvandamálið'.   

"In a highly-politicised debate where one side gets to control the discourse by censoring the subject at hand, they can say anything they want. If people never really get to see pornography, they won't know that it is less violent than other media, so the moral right can get away with claiming pornography is more violent. In this climate, it becomes difficult to point out that half a century of research and accumulated data conclusively proves that sexual openness and explicit media are not the problem. Question the moral right's position and they call you a child abuser." 

(The Gemini Site - by Avedon Carol - "Censorship? Just say No!" - beinn hlekkur )

Vinstri róttækir feministar vilja oft bendla saman  klámnotkun og ofbeldisfulla hegðun, jafnvel barnagirnd, þó svo að ég hafi aldrei séð marktækar rannsóknir sem sýna fram á samhengi þar á milli.  Í fréttinni sem ég tengi við má sjá þessa alhæfingu strax í 2.setningu: "Almennt séð séu slíkir staðir gróðrastía vændis og mansals."    Bíddu....var ekki einhver blaðamaður dæmdur til að greiða milljónir í skaðabætur til Geira Gold fyrir að segja nákvæmlega þetta??!  Hvar nákvæmlega eru gögnin sem styðja þessa fullyrðingu?  Google-niðurstöður óskast með bréfdúfu.

Vissulega má sjá samhengi milli klám-misnotkunar t.d. innan heimila þar sem kynferðisleg misnotkun fer fram þá er klámið oft notað sem partur af ofbeldinu sem fer fram, eða við framkvæmd þess.  Það þýðir ekki að klámið SJÁLFT sé illt og í eðli sínu 'misnotkun', heldur það samhengi sem það er notað í (sem við getum öll verið sammála um að er viðurstyggð). Auðvitað er klám ekkert yfir gagnrýni hafið, frekar en nokkuð annað, en heiðarleg umræða þar sem báðar hliðar fá að tjá sig er sjaldgæf og oftast ófullnægjandi.  Ofan á þetta koma svo kenningar og hugmyndir um 'feðraveldið' og 'klámvæðingu', sem má rífast um þar til maður er blár í framan.  Þar sem ég er nú þegar komin í hálfgerða lönguvitleysu þá sleppum við því í bili.
 
Ég er hinsvegar hörð á þeirri skoðun að lög og reglugerð eiga EKKI að byggjast á persónulegri sannfæringu einhvers pólitíkusar eða prests sem telur sig geta sagt hvað fólk má og má ekki gera með líkama sína.  Ég er andvíg brjóstastækkunaraðgerðum og finnst gervibrjóst ljót, en ég ætla ekki að vaða inná þing og heimta að allar fegrunar-aðgerðir verði bannaðar!  Þegar við erum komin á það svell að ætla að leika siðferðislöggur á heilu hjarðirnar af mannskepnum, þá er bara tímaspursmál þar til við brjótum ísinn og drukknum í skítköldu heilögu vatni.  Það sem fullorðið fólk vill gera við líkama sína, hvort sem það er blása í brjóstin, húðflúra sig, brennimerkja sig, stunda kynlíf með öðrum aðila/aðilum fyrir framan myndavél, selja kynlífsþjónustu, hýða sig fyrir Guð eða menn, hylja sig frá toppi til táar þá skiptir það ekki máli; það á að vera val einstaklingsins en EKKI sjálfsskipaðra siðapostula núverandi valds.
 
"Everyone has the right to freedom of opinion and expression; this right includes freedom to hold opinions without interference and to seek, receive and impart information and ideas through any media and regardless of frontiers."
- Universal Declaration of Human Rights, Article 19.
(Libertus.net - beinn hlekkur )
 
"Books won't stay banned. They won't burn. Ideas won't go to jail. In the long run of history, the censor and inquisitor have always lost. The only sure weapon against bad ideas is better ideas. The source of better ideas is wisdom. The surest path to wisdom is a liberal education."
- A. Whitney Griswold, former President-Yale University, 1952
(Libertus.net - beinn hlekkur )
 
Í lokin vil ég skilja eftir nokkra hlekki sem voru mér töluverð hjálp við skrif þessa bloggs:
 

www.libertus.net

Libertus er stór gagnagrunnur ritgerða, ræðna, greina og pistla um hvers kyns ritskoðun, rök gegn ritskoðun og stórt safn tengla á svipaðar síður.  Mæli hiklaust með þessari síðu.
 
Einnig vil ég benda fólki á færslu bloggvinkonu minnar Tinnu  um vændi: 
ZeroGirl um vændi
 
Jæja þá er lítið annað að segja en:  Ég þakka þeim sem hlýddu, vona að þið hafið haft eitthvað gagn af þessum lestri, komandi blogg verða hörð en bærileg, er með pistil um trúarbrögð að krauma undir niðri ásamt frekari útskýringum á 'Sex Positive Feminism/Anti-Censorship Feminism'
 
Þar til næst; yfir og út, og munið að mannréttindi ganga yfir alla.  Líka úrhrök.

Heart

 


mbl.is Ísland ríður á vaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

ég hafði nú ekki tíma til að lesa alla linkana líka en mig langar bara að spurja að einu....

Þýðir það ekki neitt að kona sem vinnur við að taka á móti fólki sem er illa á sig komið einmitt út af svona málum styðji þetta frumvarp?

Nína (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 03:37

2 identicon

nína: af hverju ætti álit konu sem vinnur hjá stígamótum að vega meira en álit kvenna í kynlífsiðnaninum? (sjá hlekkina að ofan sem þú hafðir ekki tíma fyrir).

með lögleiðingu vændis má draga það í dagsljósið og gera það hættuminna.

okkur greinir kannski á um það, en við erum um flest sammála. við erum öll á móti þrælkun, hvort sem það er í kynlífsiðnaðinum eða hverju sem er... fiskvinnslu. okkur hryllir við kynlífsobeldi. við viljum að fólk ráði sjálft sínum örlögum og njóti frelsis.

þrælkun, ofbeldi, og nauðung er þegar ólögleg. ef okkur finnst slíkt vera að gerast innan okkar landamæra, þá þurfum við að auka eftirlit, herða viðurlög, bæta löggæsluna. styð það heilshugar.

en þessi misskildi feminismi til að skerða kynferðislegt frelsi allra í stað þess að fást við vandann fer bara í taugarnar á mér. í alvöru, til hvers að banna klámmyndir? og þörngva þar með myndbandasala til að finna upp marklausar skilgreiningar eins og "erótískt skemmtiefni fyrir fullorðna"

--

óskar

óskar holm (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 07:00

3 identicon

Mig langar t.d að vita hvort þessi kona frá stígamótum hefur farið á einhvern af þessum stöðum og rætt við stúlkurnar sem þar vinna, það var ekki að merkja á málflutningi hennar að svo væri.

Frábær pistill btw þó ég hafi skippað að lesa tenglana.

Skerðing á kynferðislegu frelsi er einmitt það sem svona gjörningur einmitt er.

Takk

Pjétur G (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 07:40

4 Smámynd: MacGyver

"Þýðir það ekki neitt að kona sem vinnur við að taka á móti fólki sem er illa á sig komið einmitt út af svona málum styðji þetta frumvarp?"

Fólk getur stundum látið ideologies rugla fyrir sig. Það er td furðulegt hversu margar konur hafa supposedly orðið fyrir ofbeldi tengt þessara klámstaða en hvers vegna hefur þá engin þessara kvenna sótt ofbeldismennina sína til saka? Ef það hefði verið gert, þá væri öllum ljóst hversu skaðleg tengingin er milli súludans og glæpi.

MacGyver, 19.3.2009 kl. 11:55

5 identicon

hmmm.... ekki get ég nú séð að ég hafi fengið svar við spurningu minni...

"Mig langar t.d að vita hvort þessi kona frá stígamótum hefur farið á einhvern af þessum stöðum og rætt við stúlkurnar sem þar vinna, það var ekki að merkja á málflutningi hennar að svo væri."

EEEEE.... við erum að tala um konu sem er að taka á móti þessu fólki og þá væntanlega hefu hún talað við það !!!!!!!............... mér finnst þetta vera vanvirðing á því starfi sem hún er að sinna að tala eins og hún viti ekkert um þetta.... og hvað með greinina sem var svo verið að dæma blaðamanninn fyrir um daginn????.... á það ekki að vera viðtal við manneskju sem var að segja sannleikann eins og hún sá hann ????? eða eru allir búnir að ákveð að það hafi verið tilbúningur bara af því að Geiri vann málið við blaðamanninn ??????

Og MacGyver: .... jú við erum öll á móti ofbeldi eins og þú ert að nefni, og það að benda á að þessar konur eru ekki að sækja þessa menn til saka fyrir þetta.... hefurðu einhverja hugmynd um það hversu mikið ofbeldi, t.d. nauðganir og barnaníð á sér stað sem kemur ALDREI upp á yfirborðið og fáir vita af ??????

Ég verð bara að segja að mér finnst þetta jafn fáránleg skoðun á svona máli eins og þeir sem vilja lögleiða kanabis (búin að kommenta á nokkrar þannig bloggfærslur þennan sólarhringinn)....

Nína (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:48

6 Smámynd: MacGyver

"Og MacGyver: .... jú við erum öll á móti ofbeldi eins og þú ert að nefni, og það að benda á að þessar konur eru ekki að sækja þessa menn til saka fyrir þetta.... hefurðu einhverja hugmynd um það hversu mikið ofbeldi, t.d. nauðganir og barnaníð á sér stað sem kemur ALDREI upp á yfirborðið og fáir vita af ??????"

En hvernig getum við fullyrt að þessir staðir séu tengdir nauðganir, ofbeldi og vændi ef ekki *eitt einasta* atvik hefur farið fram fyrir dómstóli? Ef þetta er eins títt og Stigamót heldur fram, finnst þér ekki ótrulega furðulegt að ekkert mál hefur farið fram fyrir dómstól (sérstaklega í þessu klímati idag þar sem er reynt að negla eitthvað á þessa skemmtistaði úr allar áttir)?

Ef það sem Stigamót heldur fram sé rétt, ætti þá ekki priority 1 að vera að laga lagakerfið því þá sé ljóst að lög og regla ríkir ekki neins staðar hér?

Er ekki líklegast þegar þú pælir í þessar spurningar að Stigamót einfaldlega hafi rangt fyrir sig?

MacGyver, 19.3.2009 kl. 18:06

7 identicon

MacGyver: Ég verð að segja að mér finnst þín rök og ábendingar jafn ólíklegar eins og það að þú vitir meira um svona mál en fólk sem vinnur hjá stígamótum.

Nína (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 21:08

8 Smámynd: MacGyver

Finnst þér ekkert af þessu skuggalegt hjá þeim?

Ef ég held fram að 40 konur komi til mín á hverju ári og segja mér að þeim hafi verið nauðgað á McDonalds, myndi þú ekki finnast það amk athyglisvert hvers vegna enginn hefur farið fram fyrir dómstól yfir nauðgun á McDonalds? Myndi þér ekki finnast líklegra að ég hafi villst um upplýsingar eða hreinlega logið upp eitthvað?

MacGyver, 19.3.2009 kl. 21:41

9 Smámynd: kiza

Þakka góð komment hér.  Ég mun svara fleirum von bráðar en vil ljúka þessu af fyrst:

Nína: afsakaðu að ég skuli ekki liggja slefandi límd við skjáinn að bíða eftir að komment rúlli inn, ég á mér svona hlut sem heitir 'líf' fyrir utan bloggið.  Svo ég svari spurningu þinni:

Talsmaður Stígamóta hefur nákvæmlega sama rétt á sinni skoðun og ég, þú og allar hórurnar.  Það að hún skuli styðja frumvarpið breytir ekki skoðun minni, þar sem ég hef kynnt mér þetta mál frá báðum hliðum og tel EKKI að lokun nektarstaða  hafi neitt að segja með framboð og eftirspurn þegar kemur að mansali.  Það eru engar MARKTÆKAR kannanir sem ég hef séð sem hafa sýnt fram á það.  Ef þú vilt að ég komi með fleiri dæmi um rannsóknir sem styðja mitt mál skal ég gera það, en miðað við svör þín efast ég um að þú hafir nokkurn áhuga á að skoða hug þinn í þessu máli.
Ég hef sjálf þurft að leita til Stígamóta (ásamt u.þ.b.80% af vina og vinkvenna minna) þannig að þessi pistill snýst ekkert um að níða starfsmenn eða starfsemi Stígamóta, heldur er þetta andsvar til róttækra vinstrisinnaðra 'feminista', sem eiga meira sameiginlegt með kristilegum repúblikönum í USA heldur en velferð kvenna, a.m.k. þegar kemur að kyn-og málfrelsi.

Auk þess segir hún í greininni að hún hafi tekið á móti 43 einstaklingum úr vændis og klámiðnaðinum, sem getur átt við svo mikið mikið fleira heldur en strippstaði.  Myndi hjálpa ef hugtakið 'vændi og klám' væri skýrt betur.

Ég vil spyrja þig Nína;  værir þú sátt við það ef VG-feministar kjósa næst að banna kynlífsdótabúðir?  En nærfatabúðir sem selja G-strengi, eru þeir ekki 'kúgunartól feðraveldisins' og þ.a.l. afleiðing klámvæðingar og þ.a.l. mansal?  Hvað fyndist þér ef þú þyrftir að spyrja VG-feminista leyfi í hvert skipti sem þú kýst að sofa hjá manninum/konunni þinni?  Og hvernig stellingar mætti vera í og hvað má segja..?  Því þetta er nákvæmlega brautin sem þau eru að feta með því að reyna að leika löggumann á 'kynferðislegt siðferði'.

Í síðasta lagi (og ég skil nú ekki einusinni HVERS VEGNA ég er að svara þér fyrst þú nenntir ekki einusinni að lesa pistilinn almennilega hvað þá kynna þér málin út frá linkunum)  þá vann Geiri málið fair and square, sama hvað þú eða VG-feministar láta það fara í taugarnar á sér.  Ég vil bara vita hvað verður gert við þennan blaðamann eða þá þann sem lét þessi orð falla í pistlinum "Almennt séð séu slíkir staðir gróðrarstía vændis og mansals".  Eða gilda ekki sömu reglur yfir alla blaðamenn, bara suma?

Slappaðu svo af með spurningamerkin, þú virkar hysterísk.  Get sent þér ilmsölt í pósti ef þetta er að hrjá þig svona svakalega.

kiza, 19.3.2009 kl. 21:43

10 Smámynd: kiza

Og btw. þá skil ég alveg að fólk skuli ekki nenna að lesa alla linkana frá byrjun til enda (það væri bilun), en ég vildi hafa þá inni til að sýna að ég er ekki bara að blása heitu lofti útum kjaftinn á mér eins og tíðkast því miður stundum á blogginu.   

Source material matters, people.   Ég mæli hiklaust með www.libertus.net sem heimildavef fyrir hvers kyns upplýsingar varðandi málfrelsi og ritskoðun, ekkert eingöngu tengt klámi heldur líka bíómyndum, tölvuleikjum, tónlist og hvaðeina sem á að hafa svona SKELFILEG áhrif á fólk   

kiza, 19.3.2009 kl. 21:46

11 identicon

Amen & einmitt það sem ég hefði sagt ef ég væri örlítið gáfaðari...

Pjétur G (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:11

12 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég dittóa Pétur.

Vonum bara (eða ekki) að JVJ, Jenfó og L-lista kerlingingin fari ekki að slysast hér inn. Þau taka hvort eð er engum rökum.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.3.2009 kl. 22:42

13 Smámynd: kiza

Tinna; þá nota ég bara mitt legendary google-fu og link-slappa þau WITH THE POWER OF REFERENCE MATERIAL. 

THE POWER OF ACADEMIC STANDARDS COMPELLS YOU!!! *slap*

kiza, 19.3.2009 kl. 22:52

14 identicon

Halló Kiza.....
Í fyrsta lagi, ég sagði að ég hefði ekki haft TÍMA til að lesa ALLA linkana. Það þýðir ekki að ég hafi ekki lesið e-ð og það þýðir ekki heldur að ég hafi ekki haft áhuga á því.

Í öðrum lagi, þá hef ég nú ekki sagt beinum orðum að ég sé á móti þessum stöðum, en ég ætla svo sem ekki heldur að segja að ég sé með þeim. Það sem ég hef helst verið að benda á er að þær rökfærslur sem hafa komið fram hérna finnast mér ekki fullnægjandi miðað við margt sem ég veit sjálf og hef reynt, séð og upplifað.

Þess vegna kom ég nú með þessa spurningu í upphafi og langaði að sjá hvað fólk hefði um hana að segja... þá átti ég von á betri rökum en þau sem hafa komið. Ekki bara "rökum" sem hljóma eins og starfsmenn stígamóta viti ekkert í sinn haus en þið, kæru bloggarar og kommentar hér, vitið allt betur en allir hinir.

En fyrir það að spurja spurningar og vonast eftir aðeins betri svörum þá er ég bara sökuð um að hafa ekki NENNT að lesa greinina almennilega, þegar ég í rauninni sagðist bara ekki hafa haft tíma til að lesa ALLA linkana (sem þú sjálf segir svo að sé bilun). 

Og til að toppa þetta allt saman þá virðist fólk með mínar "skoðanir" (eða efasemdir eins og ég mundi vilja flokka það) bara vera rauðsokkur og feministar.... Sem mér finnst nú bara fyndið þegar það virðist vera bendlað við mig....

Og MacGyver: ... það að enginn hefur farið í mál út af svona segir mér því miður allt of lítið... þar sem að þegar ég tek saman alla þá sem ég persónulega veit um sem lent hafa í einhversskonar ofbeldi á borð við það sem umræðir hér, þá hefur enginn þeirra farið í mál :(.... því nú verr og miður... það eru bara alveg ótrúlega margir sem lenda í einhversskonar ofbeldi en treysta sér aldrei til að fara í mál út af því.

En fyrst ég er svo afskaplega vitlaus og áhugalaus á að kynna mér þessi mál, í ykkar augum, þá er bara ágætt að láta þetta gott heitið og hætta þessu bulli. Ykkur finnst ég örugglega hvort sem er ekkert nema rauðsokka í bullandi varnarstöðu.... hehe...

Nína (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 01:01

15 Smámynd: kiza

"Það sem ég hef helst verið að benda á er að þær rökfærslur sem hafa komið fram
hérna finnast mér ekki fullnægjandi miðað við margt sem ég veit sjálf og
hef reynt, séð og upplifað."

Getur þú útskýrt eitthvað frekar hvað nákvæmlega það er sem þú hefur upplifað/veist/séð sem veitir þér þetta vald að geta dæmt hvor hliðin sé réttari?  Ég vil fá rökstudd dæmi, ekki bara 'allir vita/mér finnst'-alhæfingar.

Eins og ég hef bent á a.m.k. tvisvar er ég ekki hér til að gagnrýna starfsemi Stígamóta eða efast um gildi þeirrar stofnunar.  Það eina sem þú kemur með inn í umræðuna er að við ættum bara að hlýða yfirmanni Stígamóta þar sem hún hefur reynslu?  Heldur þú að vændiskonur/karlar hafi enga reynslu af þessum heimi?  Er hennar rödd þýðingarmeiri en annarra?  Hvers vegna ber mér skylda til að vera sammála formanni Stígamóta varðandi feminíska hugmyndafræði?

Þú hefur nota bene ekki svarað einni einustu af spurningunum mínum í svari mínu til þín hér nokkrum athugasemdum fyrir ofan, en ég hef hinsvegar reynt að svara þér eftir bestu getu.  Ég tala ekki fyrir aðra bloggara hér og þú verður að eiga þín mál við þá, ekki mig.
Ég spyr aftur; ert þú sammála því að kynlífsdótabúðum og 'sexy' nærfataverslunum verði lokað og lögbann lagt við þeim rekstri á grundvelli þess sjónarmiðs að sá rekstur (í eðli sínu) styði við vændi og mansal?  

Og í síðasta lagi, heldur þú að þú sért eina manneskjan í heiminum sem þekkir fórnarlömb kynferðisofbeldis?  Ég VAR fórnarlamb kynferðisofbeldis, þannig að vertu ekkert að setja þig á háan hest varðandi reynslu af þeim fjanda.  Ég þekki líka stelpur sem hafa kært, upplifað sig niðurlægða alveg upp á nýtt fyrir framan dómara og endað (í mörgum ef ekki flestum) tilvikum með frávísun eða sýknun.  Er það strippstöðunum að kenna líka kannski?

Svaraðu nú, ef þú hefur einhvern kjark.

kiza, 20.3.2009 kl. 01:15

16 identicon

Ætli þessar aðgerðir séu ekki fyrstu skrefin yfir í tilskipanaþjóðfélagið, þau byrja á einhverju sem erfitt er að mótmæla (þó þú gerir það vel).

 Það er erfitt fyrir meðal jóninn að færa rök gegn hverju sem er þegar viðmælandinn hefur hlaðborð af fordómum, heilögum, réttlátum fordómum, til að slengja fram og gera lítið úr rökum þínum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 09:52

17 identicon

Kiza.  Takk fyrir að veita mér smá trú aftur á vitsmuni fólks.  Mér finnst reyndar dæmið ennþá einfaldara en þú setur það fram; þ.e.a.s. að það skipti ekki öllu máli hvort rétt sé að reyna að útrýma vændi eða ekki.  Að banna kaup eða sölu á kynlífsþjónustu hjálpar einfaldlega ekki og mörg hundruð ár af tilraunum margra landa staðfesta það.

Einar Þór (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 10:12

18 identicon

Í fyrsta lagi ,.. HEYR HEYR kiza,.. :)

 Það er svo frískandi að lesa eitthvað um þessi málefni almennilega rökstutt og ekki byggt á einhverri hysteríu.

Ég hef einmitt mikið upplifað mig fasta í einhverri kven-og karlrembu heimi.. þar sem allir segjast vera að "vinna að" jafnrétti.. og "vinna gegn" mansali og kynlífsþrælkun.. en gera það svo arfavitlaust.

Sem dæmi þá munu þessar aðgerðir stjórnvalda gegn vændi ekki skila miklu í "baráttunni" gegn mansali, þar sem að mesta mansalið og þrælkunin á Íslandi er ekki í kynlífsiðnaðinum.. heldur í byggingariðnaðinum og sjávarútvegi.. Það eru bara yfirleitt karlar sem lenda í því,.. og þessvegna ekki vinsælt fyrir femínista að vinna að því að hjálpa þeim..

Annað sem ég hef alltaf velt fyrir mér í þessu.. sem Kiza kom rækilega inn á í pistlinum sínum,.. er einmitt þessi fordæming á strippi og klámi,.. sem hefur ekkert með mansal eða kynlífsþrælkun að gera.. 

Það er álíka relevant og að banna notkun hamra og saga vegna mansals í byggingariðnaði.. 

Nú hef ég kynnst þónokkuð mörgum strippurum og ekki ein þeirra byrjaði í þessu bransa vegna neyðar.. yfirleitt vegna forvitni með dass af athyglissýki.. auðvitað leiðast þær út í drykkju og annað... eins og flest starfsfólk sem vinnur á bar seint á kvöldin.. 

 Ég velti því líka oft fyrir mér hvort að vinstri-grænu-femínazíarnir  hafi einu sinni horft á klám.. ætli að þær haldi að klámmyndir snúist um grátandi sveltar unglingstúlkur í tötrum á skítugu gólfi.. misnotaðar og barðar af ógeðslegum körlum.. ?

KT (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 13:03

19 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Annars finnst mér alltaf áhugavert að eini stripparinn sem ég þekki giftist síðar kana, breyttist í agrasta rasista og "frelsaðist" (ekki endilega í þeirri röð)...svo það er kannske ekki hægt að segja að stripp hafi aldrei slæm áhrif...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.3.2009 kl. 13:57

20 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Eins og alltaf! Frábær færsla og góður rökstuðningur við  frelsið.

  kv.

EVBM

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.3.2009 kl. 21:16

21 identicon

Nei Kiza, ég nenni þessu ekki lengur... þú ert sjálf ekkert betri en það sem að þú ert að reyna að lýsa yfir að ég sé ... Þú oftúlkar allt sem ég segi og ég bara nenni ekkert að reyna að verja e-ð sem ég þarf ekkert að verja.... Ég gæti sagt þér fullt af sögum en ég hef ekki tíma til að skrifa þær allar og finnst ég ekkert þurfa að taka nein ákveðin dæmi til að reyna að sannfæra þig um eitt eða neitt...

Þú mátt hafa þínar skoðanir, ég held áfram að reyna að mynda mér mína skoðun á þessu án þinnar hjálpar þar sem sannfæringarkraftur þinn dugir mér ekki.

Nína (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 02:38

22 Smámynd: kiza

Gott og vel, Nína.  Ég sé ekki alveg hvar ég var að ásaka þig persónulega um að vera róttækur VG-feministi, ef einhver getur bent mér á það þá væri ég þakklát því.  Í fyrsta svari mínu til þín (aths.#9) sagði ég eftirfarandi:

"Talsmaður Stígamóta hefur nákvæmlega sama rétt á sinni skoðun og ég, þú og allar hórurnar."

Þannig að ég sé ekki hvar ég er að traðka á þínu skoðanafrelsi sérstaklega.  Í síðasta lagi geta ALLIR komið með "sögur" um sína "reynslu", og "visku", en ég er á því persónulega að sögusagnir séu generalt ekki áreiðanlegar heimildir, og þess háttar rökstuðningur er almennt ekki samþykktur sem hreinn sannleikur.

En ég nenni heldur ekki að eyða orku í óþarfa kýting, þannig að ég óska þér bara hins besta í að finna þína skoðun á þessu máli, hvort sem hún er nær minni eða fjær.  

Peace.

kiza, 21.3.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband