Nútímameistari

Ég er bókstaflega að míga á mig yfir þessum fréttum!!! Var búin að heyra sögusagnir þess efnis að hr. del Toro væri mögulega viðriðinn Hobbit-verkefnið; og nú er þetta staðfest! Ég held að honum sé vel treystandi fyrir svona stóru verkefni sem og söguviðnum sjálfum, þar sem hann hefur skýra sýn á hvað hann vill gera, og hefur greinilega safnað að sér góðu liði fólks sem er á sömu bylgjulengd og hann varðandi kvikmyndagerð (svo er hann líka svo krúttlega Hobbitalegur sjálfur Wink )

Guillermo del Toro leikstýrði síðast meistaraverkinu Pan's Labirynth eðe Laberinto del Fauno, sem var sýnd á kvikmyndahátíð Græna Ljóssins og einnig tekin aftur til sýninga eftir hátíðina.  Sú mynd sýnir skýrt fram á færni hans sem kvikmyndagerðamanns, ævintýralega hugsun og skilning á römmum og framvindu.  Ég grét á þessari bíómynd, oftar en einu sinni, og skal nú segja ykkur að það gerist alls ekki oft.

Einnig leikstýrði hann hinni mögnuðu draugamynd The Devil's Backbone hér um árið, sem er virkilega skuggaleg og creepy draugamynd, þó þægilega laus við klisjur nútímahryllingsmynda.  Engin óþarfa bregðuatriði, heldur frekar stigmögnuð uppbygging á sögu og vönduð framsetning á tímabili í sögu Spánverja.  Mæli hiklaust með þessari fyrir þá sem er að fíla gæjann.

Svo hefur hann auðvitað tekið að sér 'mainstream' verkefni, sbr. Hellboy 1 og 2 (kemur í sumar).  Hellboy 1 kom mér á óvart, hún var einhvern veginn öðruvísi heldur en þessi fjöldaframleidda þvæla sem fylgir oft þessum FX/CGI-heavy kvikmyndum.  Því miður virðist söguþráður oft gleymast þegar framleiddar eru kvikmyndir sem treysta mikið á brögð og brellur, en Guillermo nær að halda sér á teppinu varðandi það og nýtir sér myndasöguformið vel í sköpun sinni á Hellboy á skjá.  Ég hlakka til að sjá framhaldið.  Einnig leikstýrði hann Blade 2 sem kom nú bara furðulega vel út.

Einnig hefur Guillermo tekið að sér framleiðslu á öðrum kvikmyndum, nýjasta rósin í hnappagatinu þar er dramatíska draugamyndin The Orphanage / El Orfanato; leikstýrt af Juan Antonio Bayona, sem hefur fengið magnaða dóma hjá gagnrýnendum sem og áhorfendum. Ég myndi ekki flokka þá mynd sem hryllingsmynd heldur frekar drauga-drama í anda Sixth Sense og þess háttar kvikmynda.  Horfði á hana í gær og fannst hún reyndar heldur slöpp fyrir minn smekk, en varla mark á því að taka þar sem ég er meira fyrir hryllinginn.  Hins vegar tekur hún á málum eins og barnsmissi, þunglyndi, geðveilu, andaheiminum og öllu þar á milli.  Mæli með að þið kíkið á hana, hún er alls ekki ógeðsleg eða einum of drungaleg. 

Svo má líka bæta því við að fyrst að menn eins og Ian McKellen og Viggo Mortensen setja nafn sitt á pappír (þó það sé bráðabirgða), þá má nokkurn veginn ganga út frá því að del Toro sé ekki að fara að slátra verkinu með einhverju rugli.  Mortensen er t.d. þekktur fyrir að hafna stórum hlutverkum í 'blockbuster' kvikmyndum og taka frekar að sér minni hlutverk í sjálfstæðum kvikmyndum, hann setur ekki nafn sitt á hvað sem er og kýs frekar að halda sínu listræna 'integrity' heldur en að fá einhverjar milljónir í vasann (eitthvað sem ýmsar Hollywood-stjörnur mættu taka sér til fyrirmyndar, ahem).

Á meðan við erum að ræða um spænska meistara þá verð ég einfaldlega að minnast á nýja uppáhaldið mitt á þeim slóðum, hinn magnaða Jaume Balagueró .  Hann leikstýrði síðast hinni ofur-stressandi hryllingsmynd REC, sem er algjörlega tekin upp á handheld-camerur.  Ég ætla ekkert of djúpt ofan í söguþráðinn en skal segja að myndin gerist um nótt, í húsi þar sem slökkvilið Barcelona-borgar er kallað út til að slökkva eld í, en þegar á staðinn er komið, er enginn eldur, heldur eitthvað allt annað í gangi.  Áður en á löngu líður eru söguhetjurnar komnar í lífshættu, og myndin hættir ekki fyrr en búið er að ganga frá öllum lausum endum.  Förum ekkert nánar út í það, en ef þið viljið ALVÖRU HRYLLING þá er þessi pottþétt.  Laus við klisjur, scary as hell, og öll á handheld.  Bara....tékkið á henni ef þið þorið!  Devil

En jæja, þá held ég að ég láti þessu lokið í bili, alltaf gott að dásama spænskumælandi snilld á morgnana.....

Já og PÉ ESS!  Guillermo del Toro er (á eftir Hobbitanum) að ganga í að leikstýra At the Mountains of Madness, sem er byggð á sögu H.P. Lovecraft!!! Hversu geggjað verður það að sjá Lovecraft-geðbilunina túlkaða gegn um fagurfræði og innsæi del Toro, ég bið spennt og naga neglurnar kerfisbundið fram að þessum degi! 


mbl.is Aftur í ævintýraheim Tolkiens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er bara helvíti mikið fróðari þegar ég fer, en þegar ég kom.

Segðu svo að það borgi sig ekki að lesa blogg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

þess ber nú að geta að Guillermo sækir talsvert af innblæstri í Lovecraft, eins og sést glögglega í hellboy en ég held að hann hafi sóst í verkefnið út af einmitt lovecraft stemmingunni í því.

Mér finnst enginn ná Lovecraft fílingnum, þessari ótömdu skelfingu sem ríkir í sögum hans, ultra-hryllingnum, jafn vel og hann í einmitt hellboy, sá eini sem kemst með tærnar nálægt honum mun vera b-mynda kóngurinn Stuart Gordon sem gerði m.a Re-animator en það voru aldrei meira en b-myndir með svörtum húmor. Þannig að ég er algjerlega að pissa í mig eftir að sjá At the mountains of Madness, því allir sem hafa lesið bókina vita að þetta er INTENSE TERROR FROM BEYOND THE STAAAAAAAARS!!! 

Davíð S. Sigurðsson, 23.5.2008 kl. 14:37

3 Smámynd: kiza

ÓMÆGAD THE GREAT ONES ARE COMING!!!!!  Hvenær eigum við að spila, god damn it!??? Sunnudaginn?  I'm off on Mondayz...

Verðum víst að halda í okkur þar til 2010 með Mountains of Madness

kiza, 23.5.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Tiger

  Pís frekar en horror fyrir mig sko .. ævintýri og galdrar eru mínar ær og kýr... þannig séð. Góða helgi ...

Tiger, 24.5.2008 kl. 16:02

5 identicon

Ég get ekki beðið.. en verð

DoctorE (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: kiza

Híhí Tiger auðvitað, friður og ástir á alla! :)  ég tek bara ofbeldið út með áhorfi á splattermyndum og einstaka gerviblóðsblöndun fyrir sjálfstæð kvikmyndaverkefni (hey dave-o eigum við ekki að fara að vinna saman aftur, ha?  það var svo gaman að sulla þarna síðast, hehehe)

En ef þú ert fyrir ævintýrin þá mæli ég hiklaust með Guillermo, a.m.k. fylgjast með Hobbit þegar hún kemur út :) 

kiza, 24.5.2008 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband