furðulegt...

...þykir mér nú þegar stjörnuspá Morgunblaðsins tekur allt í einu upp á því að sussa á mig:

"Steingeit: Þú ert að byggja upp samband. Taktu því rólega, og leyfðu hinum aðilanum að heilla þig. Traust skapast á hljóðum stundum. Shhh."

Sko ég skal nú bara segja þér það að þú sussar ekkert á mig, þú svokallaða stjörnuspá!!!  Og ég kem algjörlega af fjöllum varðandi hvaða "samband" þú átt við; ef mig minnir rétt þá hefur nú ekki einn andskotans skapandi hlutur gerst í þeim málum síðan í 'Nam, og þá er nú langt farið.  Sveiattan.

Stórfurðulegt.

Nei ég segi svona...flippað samt. In other news, Doc Brown skilaði mér aftur til ársins 2007 þar sem Internetið faktískt virkar, þannig að við neyddumst til að setjast aftur við störf okkar í stað þess að eyða tímanum í kjaftatarnir, keðjureykpásur og pizzuát.  Reyndar tókum við skrifstofuna í gegn í leiðindunum og fundust ýmsir áhugaverðir hlutir við þrifin; þ.á.m. bleikt mini-jólatré, tölvur frá áttunda áratugnum, fáránlegt magn af bréfaklemmum og flaska af útrunnum HobGoblin-bjór (dammit, mig langaði í hann...). Semsagt fjör á skrifstofunni. Einsog vanalega.

En nú er mín komin í vaktafrí fram á sunnudag! Ætli maður skutli kannski í sig einum köldum í kvöld, hmmmm Steini...? Bandit   Ninja - over and out. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

OMGOMGOGMOGMOGM Mig langar í bleika tréð... Dammit, jumm verðum í bandi í kjötheimum. Mér leiðist svo mikið að það er farið að kurlast upp á karlmennskuna.

Bara Steini, 27.9.2007 kl. 18:18

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jóna... þetta er vitlaust skrifað...

Þú ert að mynda bloggvinasambönd.... það er allt annað mál... ekkert merkilegt svo sem .. bara fólk sem þú spjallar við hérna á bloggvini hérna netinu um það helsta sem er að gerast í lifanda lífi... 

Brynjar Jóhannsson, 27.9.2007 kl. 21:57

3 identicon

SkáL

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband